Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 35
beita lögum þess lands þar sem samningur hefði verið gerður en í vissum tilvik- um lögum efndastaðar samningsins.7 David F. Cavers vildi hins vegar byggja á hagnýtri meginreglu sem fæli dómaranum að komast að „réttri“ niðurstöðu í hverju tilviki fyrir sig með mati á tengslaþáttum málsins og þeirri efnislegu niðurstöðu sem viðkomandi lög myndu leiða til.8 Segja má að millistig þessara tveggja kenninga sé kenningin um sterkustu tengslin, sem áður er vikið að, en samkvæmt henni er dómara falið að meta í hverju tilviki fyrir sig við lög hvaða lands samningur hefur sterkust tengsl. Hendur hans eru þó að vissu marki bundnar þar sem hann má ekki taka inn í matið annað en þessi tilteknu tengsl.9 2.4 Rómarsamningurinn Þess er áður getið að lög um lagaskil á sviði samningaréttar byggjast á Róm- arsamningnum sem undirritaður var 19. júní 1980. Rómarsamningurinn byggist svo öðrum þræði á 220. gr. Rómarsáttmálans, stofnsáttmála EBE. Aðildarríkjum Evrópusambandsins er skylt að vera aðilar að Rómarsamningnum. I greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 kemur fram að í kjölfar þátttöku íslands í Evrópska efnahagssvæðinu (EES), og þar með í innri markaði EB, hafi viðskipti íslenskra aðila við aðila í öðrum ríkjum EES aukist og að reikna megi með því að þau eigi eftir að verða enn meiri í framtíðinni. Af þessum sökum væri talið mjög brýnt að íslenskar lagaskilareglur um samningsskuldbindingar yrðu sam- ræmdar þeim reglum sem um þetta gilda í aðildarríkjum EB.10 Samkvæmt 220. gr. Rómarsáttmálans skuldbinda aðildarríki hans sig til að ganga til samninga hvert við annað til að tryggja vemd manna og að þeir njóti réttar og réttarvemdar með sömu skilmálum og hvert ríki veitir ríkisborgurum sínum, þar á meðal með einföldun formsatriða sem gilda um gagnkvæma viður- kenningu og fullnustu dóma dómstóla og gerðardóma. A grundvelli þessa ákvæðis undirrituðu aðildarríki EBE Brusselsamninginn árið 1968 um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum.* 11 Hliðstæður samningur (Lúganósamningur- inn) um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum var undirritaður milli EB-ríkj- anna annars vegar og EFTA-ríkjanna hins vegar 16. september 1988. Lúganó- 7 Joseph H. Beale: The Conflict of Laws II. New York 1935, bls. 1090 o.áfr. 8 David F. Cavers: „A Critique of the Choice-of-Law Problem“. 47 Harvard Law Review (1933), bls. 173 o.áfr. 9 Sjá nánar um kosti og galla matskenndra og ófrávíkjanlegra reglna Ole Lando: Kontraktstattutet. Hovedpunkter af den intemationale kontraktsret. Kaupmannahöfn 1962, bls. 331 o.áfr. 10 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 691. 11 Upphaflega áttu aðild að samningnum stofnríki EBE, þ.e. Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland. Árið 1971 var bætt bókun við samninginn þar sem EB-dómstóInum var fengið vald til að túlka hann á bindandi hátt. Við inngöngu Danmerkur, írlands og Stóra-Bretlands í EBE árið 1978 var samningi þessum breytt í nokkrum atriðum, og aftur var honum breytt árið 1982 þegar Grikkland varð aðili og enn á ný árið 1989 við inngöngu Portúgals og Spánar. Árið 1994 urðu Austurríki, Finnland og Svíþjóð aðilar að samningnum þegar þessi ríki gengu í EB. Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 691. 143
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.