Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 38
Dómstóll EB komst að þeirri niðurstöðu að báðar kröfumar vörðuðu samninga og féllu innan 1. tölul. 5. gr. Brusselsamningsins. Krafan um þóknun væri augljóslega mál sem varðaði samning. Krafan um skaðabætur vegna ólögmætrar riftunar var vandmeðfamari, en varnaraðilar héldu því fram að hún væri skaðabótakrafa utan samninga. Dómstóllinn féllst ekki á þetta sjónarmið. Þessi krafa væri einnig „mál sem varðaði samninga" og byggðist á því að samningsskyldur voru vanefndar, þar sem ekki var veittur hæfilegur uppsagnarfrestur. Þessari niðurstöðu til stuðnings horfði dómstóllinn til Rómarsamningsins, en samkvæmt honum væri ótvírætt litið svo á að kröfur sem þessar vörðuðu í eðli sínu samninga. 3.1.3 Álitaefni hvers lands lögum skuli beita Til þess að samningur falli undir gildissvið laga nr. 43/2000 þarf að vera álitamál um það hvers lands lögum skuli beitt. Dæmigerð tilvik þar sem santn- ingur tengist erlendum rétti eru þessi: Annar samningsaðila er erlendur ríkis- borgari eða er með heimilisfesti erlendis; samningur er gerður erlendis; efna ber samninginn erlendis. í þessurn tilvikum getur erlent ríki gert tilkall til þess að lögum þess verði beitt um réttarágreininginn og gera lög nr. 43/2000 ráð fyrir þessu.19 Aðilar kunna að hafa samið um að lög tiltekins lands skuli gilda, þeir eru ríkisborgarar eða búsettir hvor í sínu landinu, samningur kann að hafa verið gerður í öðru landi eða hann á að efna að öllu eða einhverju leyti í öðru landi. Þetta þýðir að ákvæði laganna eiga við ef tveir íslenskir aðilar semja svo sín í milli að urn úrlausn ágreinings, sem kann að rísa vegna samnings, skuli farið að dönskum lögum og skiptir þá ekki máli þótt samninginn eigi að efna að öllu leyti á íslandi og aðilar séu báðir íslenskir ríkisborgarar og eigi þar heima. Samnings- frelsi aðila að þessu leyti kunna þó að vera takmörk sett eins og fram kemur í ýmsum ákvæðum laganna, sbr. l.d. 5. gr. um neytendasamninga og 6. gr. um vinnusamninga, sem nánar er fjallað um í athugasemdum við þær greinar.20 í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 er á það bent að í ákvæðum laganna sé notað orðalagið „lög annars ríkis“. Þrátt fyrir þetta orðalag eigi ákvæði laganna við þótt ágreiningur sé um hvaða lögum eigi að beita þegar um er að ræða fleiri en eitt réttarkerfi innan sama rrkis, sbr. t.d. ef ágreiningur væri um það hvort beita skyldi lögum Englands eða Skotlands eða eftir atvikum lög- um Texas eða Flórída þegar samningur hefur tengsl við Bandaríkin.21 3.2 Samningar sem falla utan gildissviðs laganna Samkvæmt ákvæðum 2.-4. mgr. 1. gr. laga nr. 43/2000 falla utan gildissviðs þeirra ýmsar tegundir samninga og samningsskuldbindinga. Unnt er að greina 19 Sjá til athugunar Cheshire & North: Private Intemational Law, bls. 544. 20 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 697-698. Sjá nánari umfjöllun um orðalagið „intemational contracts" Dicey & Morris: The Conflict of Laws, bls. 1199. 21 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 698. Þess skal getið að í 19. gr. Rómarsamningsins er þetta sérstaklega tekið fram. 146
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.