Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 44
4. SAMNINGAR UM LAGAVAL 4.1 Meginreglan um samningsfrelsi 4.1.1 Almennt I lögum nr. 43/2000 er byggt á meginreglunni um samningsfrelsi aðila. Er það sama regla og viðurkennd hefur verið í íslenskum lagaskilarétti á sviði fjár- munaréttar, þ.e. að aðilum sé heimilt að semja um það hvers lands lögum skuli beita um lögskipti þeirra.46 Af 1. mgr. 3. gr. laganna leiðir að um samninga skal beita þeim lögum sem samningsaðilar hafa komið sér saman um. Samkomulag þetta getur ýmist komið fram í samningnum berum orðum eða verður með vissu talið felast í honum eða öðrum atvikum sem tengjast samningsgerðinni. Akvæð- ið veitir aðilum samnings víðtækt samningsfrelsi, en það er í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað í þeim rikjum sem byggja á Rómarsamningnum.47 Jafnframt veitir reglan aðilurn heintild til þess að semja svo um að þau lög sem vísað er til skuli gilda um samninginn í heild eða að hluta (f. depe^age). Ekki er gerð sérstök krafa um tengsl aðila við þau lög sem þeir semja um að gilda skuli um samninginn og getur því samningur um lagaval tekið til laga hvaða lands sem er. Algengast er að samningsaðilar semji um að beita skuli lög- um heimalands annars hvors þeirra. Einnig kann að vera að aðilar kjósi að lög þriðja ríkis gildi um samningsskuldbindingar þeirra, t.d. henti þau samningnum sérstaklega vel eða tryggi jafnræði samningsaðila 48 Hins vegar er álitamál hvort 1. mgr. 3. gr. heimilar aðilum samnings að semja um beitingu reglna sem mynd- ast hafa án íhlutunar ríkisins, lex mercatoria, eða styðjast ekki við réttarkerfi til- tekins ríkis, t.d. sanngimismat.49 Sumir fræðimenn telja þess konar tilvísun óheimila og vísa til þess að samkvæmt 1. mgr. 1. gr. Rómarsamningsins sé gildissvið samningsins markað svo að hann eigi við þegar taka þurfi afstöðu til þess „lögum hvaða lands skuli beitt“.50 Aðrir fræðimenn eru aftur á móti þeirrar skoðunar að ekkert sé því til fyrirstöðu að aðilar semji svo um að um samning þeirra gildi aðrar reglur en tiltekins ríkis.51 46 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 693. 47 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 498. 48 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 498. 49 Hugtakið lex mercatoria er alþjóðaheiti yfir safn reglna sem hafa mótast um alþjóðleg viðskipti án íhlutunar hins opinbera. Sjá t.d. Hafliði K. Lárusson: Alþjóðlegir viðskiptasamningar. Reykjavík 2001, bls. 63. Hann tekur fram að fræðilegur ágreiningur standi um gildi sumra þessara reglna og því sé haldið fram að þær séu ekki „raunveruleg" lög heldur einungis háttemisreglur og viðmið. Engu að síður sé þeim fylgt í alþjóðlegum viðskiptum og alþjóðlegir gerðardómar beiti þeim til að leysa úr réttarágreiningi. Þar með haft þær lagagildi innan alþjóðlegra viðskipta enda þótt vægi þeirra sé ekki hið sama. 50 Sjá t.d. Dicey & Morris: The Conflict of Laws, bls. 1218-1219, sem vísa í þessum efnum til annars höfundar greinargerðarinnar sem fylgdi Rómarsamningnum, og Paul Lagarde: Revue critique 1991, bls. 300-301. Sjáeinnig Cheshire & North: Private Intemational Law, bls. 559-560. 51 Sjá t.d. Ole Lando: „Some Issues Relating to Law Applicable to Contractual Obligations". 7 King’s College Law Joumal 1996/97, bls. 60 o.áfr. og Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 44-45. Sjá einnig Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 498. Hann tekur fram 152
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.