Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 46
þess hvers lands lög gildi um þann hluta samningsins sem ekki var samið um lagaval.57 Almennt er þó talið að um samninginn gildi í heild þau lög sem samið hefur verið um nema annað verði ráðið af samningi eða atvikum að öðru leyti. Þó skal áréttað að ekki verður talið að samningur þess efnis að lög tiltekins lands skuli gilda um hluta samningsins feli í sér þegjandi samkomulag um að viðkom- andi lög eigi við um samninginn í heild.58 4.1.4 Breytingar á lagavali I 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. segir að samningsaðilar geti hvenær sem er samið svo um að um samninginn skuli gilda önnur lög en áður giltu um hann hvort sem þau er að rekja til upphaflegs samkomulags aðila eða má leiða af öðrum reglum laganna. Reglan er því í fullu samræmi við meginregluna um samningsfrelsi aðila. I henni felst að aðilar geta á síðari stigum, eftir að samningur hefur verið gerður, breytt samkomulagi sínu um lagaval eða því lagavali sem leiðir af regl- um laganna. Þetta er þó háð því skilyrði að slíkt samkomulag hafi ekki áhrif til hins verra á réttarstöðu þriðja manns sem kann að hafa lögmætra hagsmuna að gæta af því að fyrri ákvörðun sé ekki breytt án samþykkis hans. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort eðlilegt geti talist að heimila breytingar á því hvers lands lögum skuli beita um samning. Engu að síður hefur lengi verið viðurkennt í kenningum fræðimanna og í réttarframkvæmd margra ríkja að þetta sé heimilt.59 Þessi heimild getur verið heppileg enda getur verið raunhæf þörf á að breyta samningi um lagaval með þessum hætti. Þannig má nefna að aðilar geta komist að því að þau lög sem þeir hafa valið að gildi um samning þeirra í milli hafi í för með sér réttaráhrif sem þeir væntu ekki eða kusu sér ekki. Sú staða kann einnig að vera fyrir hendi að aðilar hafi ekki í upphafi samið um lagaval en óski þess síðar að taka af allan vafa um hvers lands lögum skuli beita um samninginn. Sú ályktun hefur verið dregin af 1. málsl. I. mgr. 3. gr. að breyting á lagavali þurfi ekki að koma fram berum orðum í samningi heldur geti samkomulag aðila verið þegjandi, t.d. að þetta megi ráða af ráðstöfunum málsaðila áður en til dómsmáls kemur eða á meðan á því stendur. Það fer svo eftir réttarfarsreglum í dómsríkinu hvort talið verður að stofnast hafi gildur þegjandi samningur við rekstur dómsmáls.60 57 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 221 og Allan Philip: EU-IP, bls. 138. 58 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 17 og Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 500. 59 Torben Svenné Schinidt: Intemational formueret, bls. 222. Sjá einnig Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 17, þar sem nefnd em dæmi úr þýskri, franskri, hollenskri og svissneskri réttarframkvæmd. A hinn bóginn hafnaði Hæstiréttur Italfu því á sínum tíma í dómi frá 28. júní 1966 að aðilum væri heimilt að breyta þeim lögum sem um samning gilda. 60 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 18 og Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 501. Hér má einnig benda á meginreglu alþjóðlegs einkamálaréttar um að beita skuli réttarfarsreglum dómstólsrflds. 154
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.