Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 47
Torben Svenné Schmidt telur að heimildin til breytinga á lagavali sé ekki varhugaverð. Hann bendir á að aðilar geti hvort sem er ávallt komið sér saman um að fella eldri samning úr gildi og gert nýjan samning þess efnis að beita skuli þeim lögum sem aðilar óski að gildi um samninginn. Það sé því ekki viðurhluta- meira að leyfa aðilum að breyta samkomulagi sínu um lagaval samkvæmt gild- andi samningi. Auk þess sé viðurkennt í dönskum rétti, sem og rétti margra ann- arra ríkja, að aðilar dómsmáls geti komið sér saman um að landsréttur gildi um samningssamband þeirra, jafnvel þótt samningurinn hafi að geyma ákvæði um að beita skuli lögum annars ríkis.61 Sjá úr íslenskri réttarframkvæmd H 1983 1599 sem áður er getið. 4.2 Ofrávíkjanlegar reglur í 3. mgr. 3. gr. eru settar mikilvægar skorður við fullu frelsi aðila til að semja um lagaval. í henni segir að hafi samningsaðilar samið um að beita skuli erlend- um lögum, hvort sem ágreining á að leggja undir erlendan dómstól eða ekki, en efni samningsins tengist í reynd aðeins einu landi, komi slíkur samningur ekki í veg fyrir að unnt sé að beita ófrávrkjanlegum reglum þess lands sem samning- urinn tengist séu skilyrði til þess að öðru leyti fyrir hendi. Regluna verður að skoða með hliðsjón af því að í lögum nr. 43/2000 er þess ekki krafist að samningssamband aðila hafi á sér alþjóðlegan blæ.62 Henni er ætlað að stemma stigu við því, þegar samningur hefur í reynd aðeins tengsl við eitt land, að aðilar geti farið í kringum ófrávíkjanlegar reglur þess lands með því að vísa til laga eða reglna annars lands sem fela ekki í sér slrkar ófrávíkjanlegar reglur.63 Afleiðingin af því að reglunnar er ekki gætt er sú að ófrávíkjanlegar reglur þess lands sem samningur tengist verður að eiga við, en ákvæði samn- ingsins um lagaval gilda að öðru leyti um hann.64 4.3 Efnislegt gildi lagavalssamnings í 4. mgr. 3. gr. er svo fyrir mælt að ákvörðun um það hvort samþykki um lagaval sé fyrir hendi og um gildi þess fari samkvæmt 8., 9. og 11. gr. laganna. í þessu ákvæði er því tekið af skarið um það hvort tilvitnuð ákvæði eigi við rísi upp álitamál um efnislegt eða formlegt gildi ákvæðis í samningi um lagaval, rétt eins og um önnur atriði sem lúta að efnislegu eða formlegu gildi samnings.65 61 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 222. 62 Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 501. 63 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 701. í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 er á það bent að þessi regla geti valdið túlkunarerfiðleikum í framkvæmd. í fyrsta lagi þurfi að meta hvort samningur tengist í reynd að öllu leyti aðeins einu landi og í öðru lagi hverjar séu hinar ófrávíkjan- legu reglur sem við eigi. Dæmi um hið fyrmefnda sé t.d. þegar aðilar eru báðir eða allir búsettir í sama landi, samningurinn er gerður þar og að efna eigi hann þar að fullu. Með hinum ófrávíkjan- legu reglum sé átt við reglur sem aðilar geti ekki samið sig undan við hreinar innanlandsaðstæður. 64 Sjá t.d. Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 51. 65 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 701. 155
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.