Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 47
Torben Svenné Schmidt telur að heimildin til breytinga á lagavali sé ekki
varhugaverð. Hann bendir á að aðilar geti hvort sem er ávallt komið sér saman
um að fella eldri samning úr gildi og gert nýjan samning þess efnis að beita skuli
þeim lögum sem aðilar óski að gildi um samninginn. Það sé því ekki viðurhluta-
meira að leyfa aðilum að breyta samkomulagi sínu um lagaval samkvæmt gild-
andi samningi. Auk þess sé viðurkennt í dönskum rétti, sem og rétti margra ann-
arra ríkja, að aðilar dómsmáls geti komið sér saman um að landsréttur gildi um
samningssamband þeirra, jafnvel þótt samningurinn hafi að geyma ákvæði um
að beita skuli lögum annars ríkis.61 Sjá úr íslenskri réttarframkvæmd H 1983
1599 sem áður er getið.
4.2 Ofrávíkjanlegar reglur
í 3. mgr. 3. gr. eru settar mikilvægar skorður við fullu frelsi aðila til að semja
um lagaval. í henni segir að hafi samningsaðilar samið um að beita skuli erlend-
um lögum, hvort sem ágreining á að leggja undir erlendan dómstól eða ekki, en
efni samningsins tengist í reynd aðeins einu landi, komi slíkur samningur ekki í
veg fyrir að unnt sé að beita ófrávrkjanlegum reglum þess lands sem samning-
urinn tengist séu skilyrði til þess að öðru leyti fyrir hendi.
Regluna verður að skoða með hliðsjón af því að í lögum nr. 43/2000 er þess
ekki krafist að samningssamband aðila hafi á sér alþjóðlegan blæ.62 Henni er
ætlað að stemma stigu við því, þegar samningur hefur í reynd aðeins tengsl við
eitt land, að aðilar geti farið í kringum ófrávíkjanlegar reglur þess lands með því
að vísa til laga eða reglna annars lands sem fela ekki í sér slrkar ófrávíkjanlegar
reglur.63 Afleiðingin af því að reglunnar er ekki gætt er sú að ófrávíkjanlegar
reglur þess lands sem samningur tengist verður að eiga við, en ákvæði samn-
ingsins um lagaval gilda að öðru leyti um hann.64
4.3 Efnislegt gildi lagavalssamnings
í 4. mgr. 3. gr. er svo fyrir mælt að ákvörðun um það hvort samþykki um
lagaval sé fyrir hendi og um gildi þess fari samkvæmt 8., 9. og 11. gr. laganna.
í þessu ákvæði er því tekið af skarið um það hvort tilvitnuð ákvæði eigi við rísi
upp álitamál um efnislegt eða formlegt gildi ákvæðis í samningi um lagaval, rétt
eins og um önnur atriði sem lúta að efnislegu eða formlegu gildi samnings.65
61 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 222.
62 Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 501.
63 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 701. í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 er á það
bent að þessi regla geti valdið túlkunarerfiðleikum í framkvæmd. í fyrsta lagi þurfi að meta hvort
samningur tengist í reynd að öllu leyti aðeins einu landi og í öðru lagi hverjar séu hinar ófrávíkjan-
legu reglur sem við eigi. Dæmi um hið fyrmefnda sé t.d. þegar aðilar eru báðir eða allir búsettir í
sama landi, samningurinn er gerður þar og að efna eigi hann þar að fullu. Með hinum ófrávíkjan-
legu reglum sé átt við reglur sem aðilar geti ekki samið sig undan við hreinar innanlandsaðstæður.
64 Sjá t.d. Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 51.
65 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 701.
155