Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 57

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 57
Aðstæður geta einnig verið þær að samningur feli bæði í sér flutning á vörum og farþegum. Niðurstaðan kann því að verða sú að sitt livor leiðbeiningarreglan eigi við þannig að beita eigi lögum sitt livors landsins um samninginn. 5.5 Frávik frá leiðbeiningarreglum í 5. mgr. 4. gr. er svo fyrir mælt að ákvæði 2. mgr. 4. gr. eigi ekki við ef ekki er unnt að afmarka aðalskyldu samnings. A sama hátt eigi ákvæði 2., 3. og 4. mgr. 4. gr. ekki við ef ráðið verður af öllum aðstæðum að samningurinn í heild hafi ríkari tengsl við annað land en það sem leiða myndi af þeim ákvæðum. Þessi regla tekur til tveggja ólíkra tilvika. Akvæði 1. málsl. tekur til þeirrar aðstöðu þegar ekki er unnt að ákvarða aðalskyldu samnings eins og leiðbeining- arregla 2. mgr. 4. gr. mælir fyrir um. Skal þá beita lögum þess lands sem samn- ingur hefur sterkust tengsl við. Hér gildir því reglan um sterkustu tengslin sem fyrr er getið og var talin almenn regla hér á landi. Dómstóll metur í hverju tilviki fyrir sig við lög hvaða lands samningur hefur sterkust tengsl með hliðsjón af tengslum sakarefnisins við einstaka þætti þess. Ákvæði 2. málsl. tekur til þess tilviks þegar ráðið verður af öllum aðstæðum að samningur í heild hafi ríkari tengsl við annað land en það sem leiða myndi af leiðbeiningarreglunum.106 Af þessu má draga þá ályktun að reglur 2.-4. mgr. 5. gr. eru fyrst og fremst til leiðbeiningar við mat á því við hvaða land samningur hefur sterkust tengsl. Hins vegar ber að horfa fram hjá þessum leiðbeiningum ef sýnt þykir að samningur hafi í reynd sterkari tengsl við annað land en af þeim myndi leiða. Áherslan hlýtur að vera á sérstöðu hvers tilviks þannig að reynt sé að komast að sem réttastri niðurstöðu. Það er umdeilt hvemig túlka beri heimild 5. mgr. 4. gr. og veita undirbún- ingsgögn með Rómarsamningnum ekki mikla leiðbeiningu í þeim efnum. Þó voru þær röksemdir settar fram að 4. gr. væri mjög almenn og einu undantekn- ingamar frá henni vörðuðu neytendasamninga og vinnusamninga. Rétt væri að gefa kost á því að horfa fram hjá leiðbeiningarreglunum að því tilskildu að samningur hefði í heild ríkari tengsl við annað land en það sem leiða myndi af þeim reglum. Ákvæðið veiti dómara talsvert svigrúm í hverju tilviki fyrir sig til þess að meta öll atvik sem réttlæti frávik frá leiðbeiningarreglum 2.-4. mgr. 4. gr. Væri því skynsamlegt að hafa reglu sem væri mótvægi við almenna lagavals- reglu sem ætlað væri að gilda um flestar tegundir samninga.107 Á móti þessum sjónarmiðum hafa þau rök verið færð að það leiði til óvissu og skorts á fyrir- 106 Paul Lagarde: (1981) 22 Virginia Joumal of Intemational Law, bls. 97-98, nefnir eftirfarandi dæmi um það hvenær samningur í heild hafi ríkari tengsl við annað land en það sem leiða myndi af leiðbeiningarreglunum: „A subcontract, for example, might be govemed by the same law goveming the principal contract between the contractor and the employer, rather than by the law of the country in which the subcontractor has his place of business". 107 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 22. 165
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.