Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 59
kvæmt 2. gr. Brusselsamningsins þar sem efndastaður peningaskuldbindinga væri hjá skuldara samkvæmt frönskum lögum. Þá tengdu margir aðrir þættir málsins samn- inginn við franskan rétt: Efndastaðurinn, tungumál samningsins, staðurinn þar sem samningaviðræður fóru fram, starfstöð umboðsmanns seljanda, myntin sem kaup- verðið var ákveðið í. Einu tengslin við hollenskan rétt væri starfstöð seljanda, þ.e. aðilans sem innti af hendi aðalskyldu samkvæmt samningi, en þessi tengsl væru þau einu sem leiðbeiningarregla 2. mgr. 4. gr. byggðist á. Svara þyrfti þeirri spumingu hvort af öllum aðstæðum yrði ráðið að samningurinn í heild hefði „ríkari tengsl við annað land“. Væri niðurstaðan sú ætti leiðbeiningarregla 2. mgr. 4. gr. ekki við heldur lög þess lands sem samningur hefur „sterkust tengsl við“, sbr. 1. mgr. 4. gr. Niðurstaða hæstaréttar Hollands var sú að af orðalagi og uppbyggingu 4. gr., sem og þeirri viðleitni til að stuðla að samræmdri réttarframkvæmd sem stefnt var að með Rómarsamningnum, mætti ráða að þessari undantekningu frá meginreglu 2. mgr. 4. gr. ætti að beita af varúð, þannig að einungis bæri að víkja frá meginreglunni þegar svo sérstaklega stæði á að starfstöð þess samningsaðila sem inna ætti aðalskylduna af hendi hefði enga raunverulega þýðingu sem tengslaþáttur. Hollenski fræðimaðurinn T.H.D. Struycken gefur þessum atriðum gaum í umfjöllun sinni um dóminn:112 1) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. er meginreglan, en ekki 1. mgr. 4. gr. 2) Ákvæði 5. mgr. 4. gr. er undantekningarregla en ekki önnur framsetning á reglu 1. mgr. 4. gr. 3) Einungis sérstakar aðstæður réttlæta beitingu undantekningarinnar. Þá virðist ekki vera til staðar nein ákveðin tegund samninga sem 2. málsl. 5. mgr. 4. gr. tekur almennt til. 4) Viðleitni til að stuðla að samræmdri réttarframkvæmd krefst varúðar við beitingu undantekningar- innar. 5) Aðalskyldan er ráðandi tengslaþáttur. 6) Dómstóllinn leggur til grund- vallar þá meginreglu að starfstöð þess samningsaðila sem á að inna af hendi aðalskylduna sé ráðandi nema hún hafi enga raunverulega þýðingu sem tengsla- þáttur. Augljóst er af dómi Hoge Raad að hann beitir 5. mgr. 4. gr. af mikilli var- fæmi. Dómstóllinn gerir ráð fyrir því að ávallt skuli styðjast við leiðbeiningar- reglurnar nema sérstök rök standi til annars. Er margt sem mælir með þessari ályktun. Fyrst má nefna samræmda réttarframkvæmd. Þá má nefna fyrirsjáan- leika um það hvers lands lög gilda um samningssambandið. Víðtæk beiting 5. mgr. 4. gr. myndi draga úr vægi lagaskilareglu sem byggist á leiðbeiningarregl- um en ýmsir fræðimenn hafa einmitt orðið til að vara við þeirri hættu.113 Ætla verður að viðskiptalífið hafi mesta þörf fyrir að svar við því hvers lands lög gilda eigi um samning sé fyrirsjáanlegt og hafi almennt gildi. Niðurstaðan er því sú að skynsamlegt sé að beita 5. mgr. 4. gr. af varfærni. Er það í bestu samræmi við 112 T.H.D. Struycken: „Some Dutch Judicial Reflections of the Rome Convention, Art. 4(5)“, bls. 20. 113 Sjá t.d. T.H.D. Struycken: „Some Dutch Judicial Reflections of the Rome Convention, Art. 4(5)“, bls. 21 og Dicey & Morris: The Conflict of Laws, bls. 1237. 167
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.