Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 61
tilgang að girða fyrir að farið sé á svig við reglur sem veita neytendum sérstaka réttarvemd að landsrétti, t.d. með ákvæðum í samningum við neytendur þess efnis að lög tiltekins ríkis, sem veita neytanda minni rétt, gildi um samning- inn.117 Þau sjónarmið sem almennt eiga við um neytendasamninga birtast ein- mitt í 5. gr. laga nr. 43/2000 sem hefur að geyma lagaskilareglur um neytenda- samninga. Er neytendavemdin bundin við þau tilvik sem talin era upp í a-c lið 2. mgr. 5. gr. 6.2 Gildissvið í 1. mgr. 5. gr. er fjallað um gildissvið greinarinnar. Þar kemur fram að grein- in eigi við um samninga sem maður (neytandi) gerir um kaup, afhendingu vöru eða þjónustu í tilgangi sem telja verður að varði ekki atvinnu hans eða samning um lán til að fjármagna kaupin. Hugtakið neytendasamningur svarar til 13. gr. Lúganósamningsins. Skýra ber ákvæðið til samræmis við tilgang þess sem er að vernda neytendur.118 Af þessu leiðir að ákvæðið á aðeins við þegar annar aðili samnings selur vöru eða þjónustu til neytanda sem lið í atvinnu sinni. Að sama skapi er ljóst að reglan á ekki við ef viðskiptin fara þannig fram að þau eru hvorki liður í atvinnu seljanda né kaupanda. Hinu sama gegnir að sjálfsögðu þegar báðir aðilar samnings gera hann sem lið í atvinnustarfsemi.119 Ef kaupandi hefur sjálfur atvinnurekstur á hendi fellur samningurinn utan 5. gr. nema seljandinn hvorki vissi né mátti vita að kaupin voru til einkanota. Það er því kaupandi sem hefur sönnunarbyrðina fyrir því að seljandi vissi eða mátti vita að hið keypta var ætlað til einkanota.120 Eins og orðalag 5. gr. bendir til tekur greinin jafnt til staðgreiðsluviðskipta og samnings um lánsviðskipti sem gerður er í tengslum við kaupin. Þá er hugsanlegt að aðeins hluti samnings sé neytendasamningur í skilningi 5. gr. og tekur þá greinin til þess hluta samningsins.121 117 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 515. 118 Nefna má til hiðsjónar að Evrópudómstóllinn hefur talið að hugtakið neytandi beri að skýra sjálfstæðri skýringu, sbr. mál nr. C-269/95 Benincasa [1997] ECR 1-3767. Þar tók Evrópudómstóll- inn fram að hugtakið neytandi bæri að skýra sjálfstæðri skýringu og þröngt, þannig að það verði að byggjast á stöðu viðkomandi í tengslum við ákveðinn samning ásamt eðli og markmiði samnings- ins en ekki á huglægri afstöðu aðilanna sjálfra. Samkvæmt þessu er hægt að líta á mann sem neyt- anda í ákveðnum viðskiptum, en sem atvinnurekanda í öðrum tilvikum. Sjá einnig mál nr. C-89/91 Shearson Lehman gegn T\'B [1993] ECR 1-139. Þar var því slegið föstu að sóknaraðili, sem var atvinnurekandi en ekki sjálfur neytandi í skilningi 13. gr., gæti ekki borið fyrir sig hinar sérstöku vamarþingsreglur í neytendamálum, þrátt fyrir það að hafa fengið framselda kröfu frá aðila sem var neytandi í skilningi 13. gr. 119 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 703. Þarer tekið dæmi um kaup tannlæknis á tækjum til nota í rekstri sínum frá framleiðanda eða söluaðila. 120 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 23. Að þeirra mati er seljandi í góðri trú ef kaupandi kemur fram sem atvinnurekandi, t.d. með því að panta vöm á bréfsefni fyrirtækis og vöruna er almennt unnt að nota í viðkomandi atvinnurekstri. 121 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 703. 169
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.