Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 72

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 72
8.3 Ófrávíkjanlegar reglur dómstólsríkis I 2. mgr. 7. gr. er svo fyrir mælt að ekkert í lögunum takmarki beitingu ófrá- víkjanlegra reglna íslensks réttar, ef mál er rekið hér á landi, óháð því hvers lands lögum á annars að beita um samninginn. Með þessu er ófrávíkjanlegum reglum í íslenskum rétti gefið sérstakt vægi, þannig að þær takmarkanir sem fram koma í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. eiga ekki við. Eru einkum hafðar í huga regl- ur um hringamyndun, neytendavernd, samkeppni og reglur um flutninga, sem eru ófrávíkjanlegar, óháð því hvers lands lögum á annars að beita um ágreining- inn.161 Ráða má af orðalagi greinarinnar að hún tekur bæði til ófrávíkjanlegra íslenskra reglna að einkarétti og opinberum rétti. Af reglunni leiðir að íslenskum dómstólum ber að beita ófrávrkjanlegum reglum íslensks réttar án tillits til þess hvers lands lögum á annars að beita um samninginn. Sem dæmi um reglur sem ætla má að íslenskir dómstólar myndu beita að vissu marki er löggjöf á sviði vinnuréttar, húsaleigulög, vátryggingasamningalög og 36. gr. samningalaga. Þá er það viðtekin skoðun að fara skuli varlega í beitingu 2. mgr. 7. gr., hvort heldur með því að viðurkenna að reglur séu alþjóðlega ófrávrkjanlegar eða með þvr að túlka ófrávrkjanlegar reglur r dómstólsrrkinu sem alþjóðlegar ófrávtkjan- legar reglur.162 Verði reglunni beitt í of rrkum mæli getur orðið erfiðara að ná markmiði alþjóðlegs einkamálaréttar um samræmda réttarframkvæmd. 9. REGLUR UM EFNISLEGT OG FORMLEGT GILDI SAMNINGS 9.1 Tilvist og gildi samnings Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. skal ákvarða tilvist og gildi samnings, eða einstakra ákvæða samnings, samkvæmt þeim lögum sem eiga myndu við um sanrninginn samkvæmt lögunum ef samningurinn eða einstök ákvæði hans væru gild. Af reglunni leiðir að úrlausn þess, hvort samningur telst kominn á og hvort fyrir hendi séu einhverjar ógildingarástæður, fer eftir lögum þeim sem gilda eiga um samninginn.163 Astæða þess að vrsað er til einstakra „ákvæða“ er sú að ágrein- ingur getur verið utn eitt tiltekið ákvæði samnings, t.d. um lagaval.164 Þegar t ákvæðinu ræðir um tilvist samnings verður að leggja til grundvallar reglur I. kafla samningalaga nr. 7/1936, en hvað varðar gildi samnings verður að 161 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 26 og Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 705. 162 Sjá t.d. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 243 og Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 540. 163 I greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 er sem dæmi tekið til skýringar 1. mgr. 8. gr. að norsk lög eigi við um samning samkvæmt lögunum. Þar segir að væri því haldið fram að samningurinn hefði ekki komist á, t.d. vegna samþykkisskorts, nauðungar eða annarra atvika, leiddi reglan til þess að beita ætti norskum lögum við úrlausn þess álitaefnis. Sjá Alþt. 1999-2000, A- deild, bls. 705. 164 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 27. 180
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.