Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 73

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 73
leggja til grundvallar III. kafla samningalaga um ógildingarástæður. Ákvæðið tekur því til allra álitaefna sem varða tilurð og gerð samningsins, þ.e. hvort til staðar eru ógildingarástæður sem valda myndu efnislegu ógildi samningsins. Hér má t.d. nefna fölsun, réttaráhrif tómlætis og réttaráhrif eftirfarandi sam- þykkis. Einnig afbökun eða aflögun samnings, þýðingu tilkynninga, hvort held- ur er um að ræða málamyndageming, nauðung, svik, misneytingu, viljaskort, forsendubrest eða að ósanngjamt eða andstætt góðri viðskiptavenju teldist að bera samning fyrir sig, sbr. 36. gr. samningalaga.165 Bent hefur verið á að sé samningur, sem geymir lagavalsákvæði, ógildur samkvæmt umsömdum lögum, skuli fara um afleiðingar þess samkvæmt hinum umsömdu lögum, sbr. e-lið 1. mgr. 10. gr. Sé lagavalssamningurinn hins vegar ógildur samkvæmt lögunum sem samningsaðilar völdu vegna þess að sérstakur samningur var gerður um lagaval, t.d. rammasamningur um fjölda samninga sem eftir á að ganga frá, eða vegna þess að lagavalinu var „leynt“ í stöðluðum samningi, skal dómstóll ákvarða tilurð og gildissvið samningsins samkvæmt þeim lögum sem gilt hefðu ef ekki hefði verið samið um lagaval, einkum 4. gr. laganna.166 í 2. mgr. 8. gr. er sú undantekning gerð frá 1. mgr. 8. gr. að þrátt fyrir ákvæði hennar getur aðili byggt á lögum þess lands þar sem hann býr, til að sýna fram á að hann hafi ekki veitt samþykki sitt ef atvik eru með þeim hætti að ósann- gjamt þykir að dæma um réttaráhrif athafna hans eftir þeim reglum sem leiða myndu af 1. mgr. 8. gr. Með reglunni eru einkum höfð í huga álitamál um það hvaða þýðingu þögn eða athafnaleysi (tómlæti) aðila getur haft í tengslum við stofnun samningsskuldbindingar.167 Þó skal áréttað að með orðalaginu „athafnir" er því slegið föstu að einnig sé átt við beinar athafnir en ekki einungis athafnaleysi. Reglan tekur hvort heldur til tilboðsgjafa eða tilboðsmóttakanda eins og ráða má af orðnotkuninni „aðili“.168 Regla 2. mgr. 8. gr. tekur einnig til lögpersóna, enda þótt þar sé einungis vikið að lögum þess lands þar sem aðili býr. í þeim tilvikum verður að miða við að beita skuli þeim lögum þar sem lögpersónan hefur aðalstöðvar sínar eða starfstöð.169 Með orðunum „ef atvik eru með þeim hætti“ er við það átt að dómstóll getur metið aðstæður heildstætt, en skoðar ekki einungis þau atriði sem aðili ber fyrir 165 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 705. Þar er tekið fram að megintilgangur samsvarandi ákvæöis Rómarsamningsins sé að taka afstöðu til þess hvers lands lögum skuli beita við ákvörðun um það hvort og að hvaða marki þögn eða athafnaleysi (tómlæti) aðila geti bakað honum samningsskuld- bindingar. Þó er bent á að samkvæmt orðalaginu sé gildissvið greinarinnar ekki bundið við það. 166 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 245. 167 Hér má nefna að mismunandi er frá einu ríki til annars hvaða reglur gilda um tilkynningar- skyldu þess aðila sem losna vill undan samningi. Sjá t.d. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 245 og Palle Bo Madsen: Aftalefunktioner. Kaupmannahöfn 1983, bls. 34 o.áfr. 168 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 28. 169 Sjá t.d. Michael Bogdan: „1980 árs EG-konventionen om tillamplig lag pá kontraktsráttsliga förpliktelser - Synspunkter betráffande den svenska instállningen1', bls. 43. 181
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.