Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 80
Samkvæmt a-lið 2. mgr. 1. gr. falla álitamál sem varða gerhæfi aðila utan gildissviðs laganna. Samkvæmt því ber að dæma álitamál af því tagi eftir því sem almennar lagaskilareglur einstakra ríkja mæla fyrir um. Þeim reglum er mismunandi háttað frá einu ríki til annars. Samkvæmt íslenskum rétti fer það eftir lögum þess lands þar sem viðkomandi á heimilisfesti, en samkvæmt lögum flestra EES ríkja fer um gerhæfi samkvæmt ríkisfangslögum viðkomandi.198 f greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 kemur fram að ákvæðið hafi þann tilgang að vemda samningsaðila sem er í góðri trú um heimildir viðsemj- anda síns til samningsgerðar. Hann eigi ekki að þurfa að sæta því að viðsemjandi hans beri fyrir sig gerhæfisskort með vísan til reglna sem reglur lagaskilaréttar um það efni myndu leiða til, nema hann hafi vitað um gerhæfisskortinn sam- kvæmt þessum reglum eða hann hefði mátt vita um hann. Það sé skilyrði að samningurinn hafi verið gerður milli aðila í sama landinu en það sé augljóslega helst við þær aðstæður sem gagnaðili hafi ástæðu til að kynna sér sérstaklega reglur um gerhæfi í öðrum ríkjum sem samningurinn hafi tengsl við.199 Akvæðið geymir ítarleg fyrirmæli um það hvemig samningsaðili í góðri trú nýtur réttarvemdar. í fyrsta lagi verður samningurinn að vera milli aðila í sama landi. Þó veitir ákvæðið þeim aðila, sem skortir gerhæfi, réttarvemd þegar samn- ingur er gerður milli aðila sem eru í sitt hvoru landinu þrátt fyrir að líta megi svo á samkvæmt þeim lögum, sem gilda um samninginn, að hann sé gerður þar í landi sem sá aðila sem hefur gerhæfi er staðsettur. í öðm lagi er það skilyrði fyrir beitingu 11. gr. að álitamál sé hvers lands lögum beita skuli um samning. Akvæði þeirra laga sem beita skal samkvæmt alþjóðlegum einkamálarétti í dóm- stólsríkinu um gerhæfi þess, sem ber fyrir sig gerhæfisskort, verða að vera annars efnis en lög þess lands þar sem samningur var gerður. í þriðja lagi verður sá, sem ber ber fyrir sig gerhæfisskort, að hafa gerhæfi samkvæmt lögum þess lands þar sem samningur var gerður. Það er einungis með þeim hætti sem hinn samningsaðilinn getur borið fyrir sig sýnilegt gerhæfi.200 Þau þrjú skilyrði sem að framan greinir eru nægileg til þess að koma í veg fyrir að einstaklingur, sem ekki nýtur gerhæfis, beri fyrir sig gerhæfisskort gagn- vart gagnaðila samnings. Öðru máli gegnir hins vegar hafi gagnaðili hans „þegar samningurinn var gerður, vitað eða hafi mátt vita um gerhæfisskortinn sam- kvæmt þeim lögum“ eins og segir í greininni. Af þessu orðalagi leiðir að sönn- unarbyrðin hvílir á þeim sem ber fyrir sig gerhæfisskort. Hann verður að sýna fram á að gagnaðilinn hafi vitað eða mátt vita um gerhæfísskortinn.201 198 Ekki er sérstaklega raunhæft að á það reyni að mann skorti gerhæfi vegna þess að hann sé undir sjálfræðisaldri þar sem flest ríki Evrópu miða lögræðisaldur við 18 ár, en undantekningar eru frá þessu. Má sem dæmi nefna að f Sviss er lögræðisaldur 20 ár, sbr. 14. gr. ZBG, en hjúskapur leiðir þó til þess að viðkomandi fær lögræði. í Austurríki er lögræðisaldur 19 ár, sbr. 21. gr. ABGB. Sjá Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 248. 199 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 708. 200 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 33. 201 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 33. 188
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.