Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 81

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 81
12. KRÖFUHAFASKIPTI 12.1 Framsal réttinda í 12. og 13. gr. eru reglur um kröfuhafaskipti en ekki er að finna sérstakar reglur um skuldaraskipti í lögum nr. 43/2000. Akvæði 12. gr. fjallar um framsal kröfuréttinda (kröfuhafaskipti). í fyrri málsgreininni ræðir um réttarsamband framseljanda og framsalshafa, en í þeirri síðari um samband framsalshafa og skuldara. Rétt er að taka fram að skilyrði fyrir beitingu reglunnar er að framsal hafi átt sér stað með samningi. Þó er ekki skilyrði að krafan sem framseld er hafi stofnast með samningi. Krafan getur átt rætur sínar að rekja til lagafyrirmæla eða stofnast vegna skaðabótaábyrgðar utan samninga.202 í 1. mgr. 12. gr. er kveðið svo á að um gagnkvæmar skyldur framseljanda og framsalshafa í samningi sem felur í sér framsal réttinda gagnvart þriðja manni (skuldara) gildi lög þess lands sem samkvæmt lögunum eigi við um samning milli framseljanda og framsalshafa. Augljóst þykir að um samband framseljanda og framsalshafa tiltekinna réttinda fari samkvæmt þeim lögum sem gilda um framsalssamninginn.203 Leiðir reglan til þess að um réttarsamband framseljanda og framsalshafa fer eftir þeim lögum sem gilda um framsalssamninginn sem slíkan, þ.e. almennum reglum 3. og 4. gr.204 Um samning framseljanda og fram- salshafa er því dæmt sjálfstætt og án tengsla við þær reglur sem gilda um réttar- samband framseljanda og skuldara. Af þessu leiðir að þau lög, sem gilda um réttarsamband framseljanda og framsalshafa, þurfa engan veginn að vera þau sömu og gilda um réttarsamband framseljanda og skuldara.205 í 2. mgr. 12. gr. segir að um heimild til framsals, samband framsalshafa og þriðja manns, skilyrði þess að á framsali verði byggt gagnvart þriðja manni og um öll álitaefni um það hvort skyldur skuldara séu enn til staðar gildi lög þess lands sem eiga við um réttindi þau sem framseld eru. Reglan felur samkvæmt þessu í sér að lögum sem gilda um framseld réttindi ber einnig að beita varðandi heimildir til framsals; um sambandið milli framsalshafa og skuldara; um skilyrði þess að framsalinu verði beitt gagnvart skuldara og um sérhvert álitaefni varð- andi það hvort skuldari hafi verið leystur undan skuldbindingu sinni. Orðalagið „skilyrði þess að framsalinu verði beitt gagnvart skuldara“ nær jafnt til skilyrða sem kunna að vera sett fyrir því að réttindin verði framseld, sem og þeirra form- reglna sem nauðsynlegt er að fylgja til að framsalið gildi gagnvart skuldara.206 202 Sjá t.d. Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 708; Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 526; Allan Philip: EU-IP, bls. 174; Torben Svenné Schmidt: Intemational for- mueret, bls. 252 og Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 104. 203 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 708 og Mario Giuiiano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 33. 204 Því má halda fram að regla þessi sé óþörf, enda segir hún ekki annað en það að lögin gildi um samninga um framsal krafna. 205 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 708. 206 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 709 og Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 34. 189
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.