Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 82

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 82
Af 2. mgr. 12. gr. leiðir að dæma ber um álitaefni sem varða samband fram- salshafa og skuldara samkvæmt þeim lögum sem gilda um upprunalegt skuldar- samband framseljanda og skuldara. I þessu felst að réttarstaða skuldara varðandi lagaskil breytist ekki þótt krafan sé framseld. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu að skuldari geri nýjan samning um lagaval við nýjan kröfuhafa.207 Aréttað skal að skuldbindingar samkvæmt viðskiptabréfum, t.d. víxlum og skuldabréfum, falla utan gildissviðs laganna, sbr. c-lið 2. mgr. 1. gr. Það á þó aðeins við að svo miklu leyti sem skuldbindingamar, sem af þeim leiðir, er að rekja til eðlis þeirra sem viðskiptabréfa.208 12.2 Innlausn réttinda Ákvæði 13. gr. fjalla um svokallaða subrogation. Hér er átt við það tilvik er tiltekinn aðili, t.d. ábyrgðarmaður, hefur fullnægt skyldu skuldara gagnvart kröfuhafa og þar með tekið við réttindum kröfuhafa gagnvart skuldara. Er það skilyrði að krafa kröfuhafa á hendur skuldara byggist á samningi og að þriðji maður sé samkvæmt lögum eða samningi skyldur til að efna skuldbindinguna gagnvart kröfuhafa. Greiðsla þriðja manns til kröfuhafa, án þess að þriðji maður sé skyldur til slíks, fellur hins vegar utan gildissviðs ákvæðisins.209 Ákvæði 13. gr. mælir fyrir um lagavalið þegar þriðji maður tekur við réttind- um kröfuhafa. Giuliano og Lagarde taka fram að þar sem Rómarsamningurinn nái einungis til þess hvers lands lögum beita skuli um samningsskuldbindingar hafi verið talið æskilegt að takmarka gildissvið reglunnar við framsal krafna sem stofnast með samningi. Því verði reglunni ekki beitt um innlausn réttinda lögum samkvæmt þegar sú skuld, sem greiða skal, á rætur að rekja til réttarbrots utan samninga, t.d. þegar vátryggingafélag gengur inn í réttindi hins vátryggða gagn- vart tjónvaldi.210 I 1. ingr. 13. gr. segir að eigi kröfuhafi samningskröfu á hendur skuldara og þriðja aðila sé skylt að efna kröfuna gagnvart kröfuhafa, eða þá að hann hefur í reynd efnt kröfuna vegna þeirrar skyldu og þannig leyst hana til sín. Þegar svo hagar til eru það þau lög sem mæla fyrir um framangreinda skyldu þriðja manns sem einnig skulu ráða því hvort og þá að hvaða marki þriðji maður getur krafið skuldarann um þau réttindi sem kröfuhafi átti á hendur skuldara. Af reglunni leiðir að það álitaefni hvort og þá að hvaða marki sá sem greitt hefur kröfu getur tekið við réttindum kröfuhafans ber að leysa samkvæmt þeim lögum sem ráða því hvort þriðji maður er skyldur til að greiða í stað skuldara. Ef t.d. er um ábyrgðarskuldbindingu að ræða eru það þau lög sem um ábyrgðar- skuldbindinguna gilda sem einnig gilda um endurkröfuna og umfang hennar.211 207 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 34. 208 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 709. 209 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 709 og Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 34. 210 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 34. 211 Alþt. 1999-2000. A-deild, bls. 709. 190
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.