Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 82
Af 2. mgr. 12. gr. leiðir að dæma ber um álitaefni sem varða samband fram-
salshafa og skuldara samkvæmt þeim lögum sem gilda um upprunalegt skuldar-
samband framseljanda og skuldara. I þessu felst að réttarstaða skuldara varðandi
lagaskil breytist ekki þótt krafan sé framseld. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu
að skuldari geri nýjan samning um lagaval við nýjan kröfuhafa.207
Aréttað skal að skuldbindingar samkvæmt viðskiptabréfum, t.d. víxlum og
skuldabréfum, falla utan gildissviðs laganna, sbr. c-lið 2. mgr. 1. gr. Það á þó
aðeins við að svo miklu leyti sem skuldbindingamar, sem af þeim leiðir, er að
rekja til eðlis þeirra sem viðskiptabréfa.208
12.2 Innlausn réttinda
Ákvæði 13. gr. fjalla um svokallaða subrogation. Hér er átt við það tilvik er
tiltekinn aðili, t.d. ábyrgðarmaður, hefur fullnægt skyldu skuldara gagnvart
kröfuhafa og þar með tekið við réttindum kröfuhafa gagnvart skuldara. Er það
skilyrði að krafa kröfuhafa á hendur skuldara byggist á samningi og að þriðji
maður sé samkvæmt lögum eða samningi skyldur til að efna skuldbindinguna
gagnvart kröfuhafa. Greiðsla þriðja manns til kröfuhafa, án þess að þriðji maður
sé skyldur til slíks, fellur hins vegar utan gildissviðs ákvæðisins.209
Ákvæði 13. gr. mælir fyrir um lagavalið þegar þriðji maður tekur við réttind-
um kröfuhafa. Giuliano og Lagarde taka fram að þar sem Rómarsamningurinn
nái einungis til þess hvers lands lögum beita skuli um samningsskuldbindingar
hafi verið talið æskilegt að takmarka gildissvið reglunnar við framsal krafna sem
stofnast með samningi. Því verði reglunni ekki beitt um innlausn réttinda lögum
samkvæmt þegar sú skuld, sem greiða skal, á rætur að rekja til réttarbrots utan
samninga, t.d. þegar vátryggingafélag gengur inn í réttindi hins vátryggða gagn-
vart tjónvaldi.210
I 1. ingr. 13. gr. segir að eigi kröfuhafi samningskröfu á hendur skuldara og
þriðja aðila sé skylt að efna kröfuna gagnvart kröfuhafa, eða þá að hann hefur í
reynd efnt kröfuna vegna þeirrar skyldu og þannig leyst hana til sín. Þegar svo
hagar til eru það þau lög sem mæla fyrir um framangreinda skyldu þriðja manns
sem einnig skulu ráða því hvort og þá að hvaða marki þriðji maður getur krafið
skuldarann um þau réttindi sem kröfuhafi átti á hendur skuldara.
Af reglunni leiðir að það álitaefni hvort og þá að hvaða marki sá sem greitt
hefur kröfu getur tekið við réttindum kröfuhafans ber að leysa samkvæmt þeim
lögum sem ráða því hvort þriðji maður er skyldur til að greiða í stað skuldara.
Ef t.d. er um ábyrgðarskuldbindingu að ræða eru það þau lög sem um ábyrgðar-
skuldbindinguna gilda sem einnig gilda um endurkröfuna og umfang hennar.211
207 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 34.
208 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 709.
209 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 709 og Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 34.
210 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 34.
211 Alþt. 1999-2000. A-deild, bls. 709.
190