Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 84
um lögum þegar mál er rekið fyrir íslenskum dómstóli eða í lögum þeim sem 9.
gr. vísi til, enda sé samningur eða ráðstöfun gild samkvæmt þeirri grein, að því
tilskildu að hægt sé að koma slíkri sönnunarfærslu við í dómstólsríkinu.
Með sönnunarfærslu er m.a. átt við aðila- og vitnaskýrslur, mats- og skoð-
unargerðir, sérfræðiskýrslur o.fl. íslenskt réttarfar byggist á meginreglunni um
frjálsa sönnunarfærslu. í ljósi þessa má telja ólíklegt að sú heimild 2. mgr. 14.
gr. að beita þeim lögum sem gilda um formlegt gildi samnings samkvæmt 9. gr.
hafi raunhæfa þýðingu í dómsmálum hér á landi. Loks skal bent á að lögin hafa
ekki að geyma sérstakar reglur um sönnunarmat og gilda því lög dómstólsríkis-
ins í þeim efnum, sbr. hér á landi reglan um frjálst sönnunarmat dómara í 44. gr.
laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
14. BANN VIÐ HEIMVÍSUN OG FRAMVÍSUN
Akvæði 15. gr. fjallar um bann við heimvísun og framvísun. Þar kemur fram
að með lögum lands sem lög nr. 43/2000 vísa til sé átt við önnur lög en laga-
skilareglur. Vera kann að erlendur réttur sem lagaskilaregla vísar til að beita
skuli við úrlausn réttarágreinings mæli fyrir um það að reglur dómstólslandsins
skuli gilda. Um þetta fjallar svokölluð renvoi regla alþjóðlegs einkamálaréttar.
Reglan tekur til þess þegar lagaskilareglur eins lands (A) leiða til þess að beita
beri reglum landsins B við úrlausn máls, en lagaskilareglur þess lands (B) vísa
aftur til reglna landsins A (heimvísun) eða jafnvel annars lands C (fram-
vísun).216 Tilgangur 15. gr. er að koma í veg fyrir þessa stöðu með því að taka
af skarið um það að ákvæði laganna vísa ekki til lagaskilareglna annars lands.
Reglan er í samræmi við ýmsa sáttmála sem gerðir hafa verið á sviði alþjóðlegs
einkamálaréttar. í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 segir að þetta
sé eðlileg regla þegar hafður sé í huga sá megintilgangur Rómarsamningsins að
skapa sameiginlegar og einsleitar lagaskilareglur á því sviði sem hann tekur til.
Akvörðun um það hvers lands lögum skuli beitt ráðist af ákvæðum samningsins
sjálfs en ekki lagaskilarétti einstakra ríkja. Af augljósum ástæðum skipti ákvæði
15. gr. Rómarsamningsins fyrst og fremst máli þegar reglur laganna leiði til þess
að beita eigi reglum lands sem ekki er aðili að honum.217
15. ORDRE PUBLIC
Akvæði 16. gr. mælir svo fyrir að því aðeins sé heimilt að láta hjá líða að
beita lögum tiltekins lands sem lögin vísa til að þau teljist augljóslega andstæð
góðum siðum og allsherjarreglu hér á landi (ordre public). Rétt er að taka fram
að í alþjóðlegum einkamálarétti flestra ríkja er það viðurkennd meginregla að
beiting erlendra réttarreglna er ávallt bundin því skilyrði að viðkomandi regla sé
216 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 710. Sjá einnig um hugtakið renvoi Eggert Óskarsson: „Um
alþjóðlegan einkamálarétt og viðfangsefni hans“, bls. 15.
217 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 7^10.
192