Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 85

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 85
ekki andstæð ordre public. Reglan er talin gilda sem almenn lagaskilaregla hér á landi á öllum sviðum alþjóðlegs einkamálaréttar. Þetta er undantekningarregla sem beita verður af varfæmi og eingöngu þegar veigamikil rök standa til þess. Ákvæði 16. gr. felur í sér hefðbundinn ordre public fyrirvara sem finna má í flestum samningum af þessu tagi. Það leiðir hins vegar af því orðalagi ákvæðis- ins - að lög tiltekins lands teljist „augljóslega“ andstæð góðum siðum og alls- herjarreglu hér á landi - að einungis ber að beita reglunni að sérstaklega veiga- mikil rök mæli til þess. Ætla verður að ákvæðið leggi þær skyldur á herðar dóm- stóli að rökstyðja sérstaklega beitingu reglunnar.218 Skilyrði þess að beitingu erlendrar reglu verði hafnað með vísan til þess að hún brjóti í bága við ordre public er að hún leiði til einhvers sem brýtur gegn grundvallarreglum dómstólslandsins eða gegn siðferðilegum eða pólitískum skoðunum o.s.frv. Almennt er nú litið svo á að reglan um ordre public sé afstæð. Ekki er hægt að gefa um það almenna reglu eða fyrirmæli hvað það nákvæmlega er sem stríðir gegn siðferðis- og réttarvitund manna.219 Innihald reglunnar er sveigjanlegt og tekur því breytingum í tímans rás. Við beitingu hennar og skýr- ingu verða dómstólar að leggja til grundvallar breytileg viðhorf á hverjum tíma. Sjónarmið um það hvað falli undir hugtakið ordre public eru mismunandi milli landa. Því verður einmitt gripið til reglunnar þar sem grundvallarhugmyndir um lög og velsæmi stangast á.220 Reglan um ordre public flokkast undir það sem nefnt hefur verið vísiregla.221 Norðmaðurinn Ragnar Knoph er sá sem tekið hefur vísireglur til hvað rækileg- astrar umfjöllunar í norrænum rétti. Samkvæmt skýringum hans eru helstu sér- kenni vísireglunnar þau að hún er leiðbeiningarregla fyrir dómarann sem skír- skotar til mælikvarða sem honum ber að nota við úrlausn máls og reiknað er með að dómarinn þekki og geti haft stoð af. Vísireglan bindur því úrlausn máls hvorki við ákveðin ytri atvik eða atriði sem unnt er að staðreyna, svo að öruggt og ótvírætt sé, né gefur hún heldur dómaranum algerlega frjálsar hendur við úrlausn máls í hverju einstöku tilviki.222 Um ordre public regluna segir Knoph sérstaklega, að hún sé „en typisk standard, d.v.s. et elastisk direktiv, som hvert 218 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 37. 219 Sjá t.d. Allan Philip: Dansk intemational privat- og procesret, bls. 65. 220 Sjá t.d. Mauro Rubino-Sammartano og C.G.J. Morse: Public Policy in Transnational Relationships. Deventer- Boston, 1991, bls. 8. 221 Allan Philip: Dansk intemational privat- og procesret, bls. 66. Á Norðurlandamálunum er talað um „retsstandard“ eða ,4-etslig standard". Á ensku nefnist hugtakið „legal standard", en það mun fyrst hafa áunnið sér fastan sess í bandarískri lögfræði. Sjá nánar Gaukur Jörundsson: Um eignamám. Reykjavík 1969, bls. 43. 222 Gaukur Jörundsson: Um eignamám, bls. 43-44. Sjá nánar Ragnar Knoph: Retslige Standard- er. Osló 1939. Þar skilgreinir höfundur vísiregluna svo, að hún sé sérstök réttarregla, sem stendur mitt á milli „venjulegrar" réttarreglu með föstum viðmiðum, sem veita dómaranum ekkert færi á mati, og hreinnar matsreglu. Það sem einkennir regluna að mati Knophs, bls. 2, er að reglan lætur úrlausn ráðast af mati dómara, en hún „gir ham et direktiv med pá veien, idet den henviser til en málestokk som skal bmkes ved pádpmmelsen og som den forutsetter dommeren kjenner og har hjelp av“. 193
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.