Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 86

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 86
land fár utforme og praktisere ut fra sin nasjonale rettsinnstilling og rettstradi- sjon.“223 Það leiðir af eðli ordre public reglunnar að hún er undantekningarregla og henni verður einungis beitt í sérstökum tilfellum. Ekki er nóg að erlend réttar- regla feli eitthvað í sér sem er andstætt íslenskum lögum heldur verður hún að mæla fyrir um eitthvað það sem er beinlínis andstætt siðferðis- og réttarvitund manna hér á landi.224 Það hefur þýðingu við mat á því hvort unnt er að bera fyrir sig ordre public að réttarkerfi og réttarhefð hins erlenda ríkis sé að uppistöðu líkt íslensku réttarkerfi. Eftir því sem skyldleikinn er meiri hljóta að vera minni líkur á að beitingu erlendrar réttarreglu verði hafnað með þeim rökum að hún sé andstæð ordre public hér á landi. Má slá því föstu að afar ólíklegt er að lög annarra ríkja innan EES teljist fara í bága við hérlend lög eða velsæmi. Þá verður að telja að á sviði fjármunaréttar séu atvik sjaldnast þannig vaxin að til beitingar reglunnar geti komið.225 16. NIÐURSTAÐA Hér að framan hefur verið lýst reglum íslensks réttar um lagaskil á sviði samningaréttar. Um viðfangsefnið gilda lög nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar, en lögin byggjast á svokölluðum Rómarsamningi sem aðildar- ríkjum Evrópusambandsins er skylt að vera aðilar að. Lögin gilda um allar einkaréttarlegar samningsskuldbindingar sem tengjast fleiri en einu landi þegar taka þarf afstöðu til þess hvers lands lögum beita skuli. Áður var ekki til að dreifa settum lögum um lagaskil á sviði samningaréttar hér á landi. Af úrlausn- um dómstóla mátti þó draga ályktanir um það hver væri gildandi réttur. Samn- ingsfrelsi var að meginstefnu lagt til grundvallar, en þó með fyrirvara um að dómstólar gætu komist að niðurstöðu um beitingu annarra laga ef svo bæri undir. I seinni tíð var samstaða um það að beita ætti reglunni um sterkustu tengslin við ákvörðun þess hvaða lög giltu um samning. I II. kafla laga nr. 43/2000 eru meginreglur um lagaskil. Aðalreglan birtist í 3. gr. laganna og mælir fyrir um samningsfrelsi aðila. Hafi aðilar á hinn bóginn ekki samið um hvers lands lögum skuli beita um samning sín í milli gildir reglan um sterkustu tengslin, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. í 2.-5. mgr. 4. gr. eru leiðbein- ingarreglur við matið á því við lög hvaða lands samningur hefur sterkust tengsl. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. er það viðmið lagt til grundvallar að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem efna á aðalskyldu samnings, en ef um er að ræða fyrirtæki, félag eða lögpersónu er miðað við aðalstöðvar þess aðila. Segja má að þetta sé meginreglan meðal leiðbeiningarreglnanna. Þá eru í 3. og 4. mgr. 4. gr. undantekningar frá þessari meginleiðbeiningarreglu. Fyrri málsgreinin 223 Ragnar Knopli: „Fra spredte felter“. TfR 1937, bls. 356 (358). 224 í dönskum dómi, UfR 1956 912 SHD, er tekið svo til orða að „ordre public reglen kun kan anvendes pá de grove ydertilfældc". 225 Torben Svenné Schmidt: International formueret, bls. 36-37. 194
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.