Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 87

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 87
tekur til réttinda yfir fasteign og kveður svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem fasteignin er (lex situs), en síðari málsgreinin tekur til samninga um vöruflutninga. Loks er í 5. mgr. 4. gr. regla sem mælir svo fyrir að ákvæði 2. mgr. 4. gr. eigi ekki við ef ekki er unnt að afmarka aðalskyldu samn- ings. Á sama hátt eigi ákvæði 2., 3. og 4. mgr. 4. gr. ekki við ef ráðið verður af öllum aðstæðum að samningurinn í heild hafi ríkari tengsl við annað land en það sem leiða myndi af þeim ákvæðum. Olík sjónarmið eru um það hvenær beita skuli reglunni. Hafa enskir fræðimenn lýst heimildinni sem „get-out-clause“ og „presumption-rebuttal claim under art. 4(5)“, en á meginlandi Evrópu hafa fræðimenn almennt lýst henni sem undantekningarreglu. í 5. og 6. gr. eru reglur sem setja samningsfrelsinu allmiklar skorður. í 5. gr. er lagaskilaregla um neytendasamninga. Segja má að inntak hennar sé að veita neytendum bestu réttarvemd sem hugsast getur án tillits til lagavals eða eins og sænski fræðimaðurinn Lennart Pálsson hefur orðað það að „plocka mssinen ur kakan“. I reglu 6. gr., sem tekur til vinnusamninga, birtast sömu sjónarmið, en hún er einmitt sett til vemdar launþegum sem veikari aðilum samningssam- bands. Þá er matskennd heimild í 7. gr. sem felur það efnislega í sér að dómstóll getur beitt ófrávíkjanlegum reglum dómstólsríkisins eða þriðja ríkis án tillits til þess hvaða lög gilda annars um samning. Megintilgangur reglunnar er að koma í veg fyrir að aðilar fari í kringum ófrávíkjanlegar reglur þess ríkis sem samn- ingur og önnur atvik sem honum tengjast hefðu augljós og náin tengsl við. Skýr- ing annarra ákvæða laganna veldur í sjálfu sér ekki vandkvæðum, þ.e. um efnis- legt og formlegt gildi samnings (8. og 9. gr.), gildissvið laga þeirra sem við eiga (10. gr.), gerhæfísskort (11. gr.) og kröfuhafaskipti (12. og 13. gr.). Loks eru í III. kafla ákvæði um sönnunarbyrði, gildistöku o.fl. Fullyrða má að með setningu laga nr. 43/2000 hafi verið náð veigamiklum áfanga í íslenskum alþjóðlegum einkamálarétti á sviði samningaréttar. Ovissu sem kann að hafa ríkt um inntak gildandi réttar hér á landi á þessu sviði hefur verið eytt. Reglur laganna eru skýrar. Þær leggja meginlínurnar um það hvaða lög gildi og að hverju marki þegar taka þarf afstöðu til þess hvers lands lögum skuli beita um samninga sem tengjast fleiri en einu landi. Hér verður þó að gera þann fyrirvara að nokkur ákvæði laganna veita dómstólum nokkurt svigrúm við úrlausn þess hvers lands lögum skuli beita. I þessu sambandi skal áréttað mikil- vægi þess að við túlkun og beitingu laga nr. 43/2000 hafi íslenskir dómstólar til hliðsjónar dómaframkvæmd í þeim ríkjum sem eru aðilar að Rómarsamningn- um. Þess er áður getið að skiptar skoðanir hafa verið um það hvort reglur um lagaskil á sviði samningaréttar eigi að vera ósveigjanlegar eða hvort láta eigi úrlausn máls ráðast af mati í hverju tilviki fyrir sig. Hér er talið að heppilegast sé að fara bil beggja eins og lögin gera. Seint eða aldrei verða settar reglur sem hentað geta öllum tilvikum sem upp kunna að koma. Því verður að telja að lögin nái þeim tilgangi að skapa nægilega festu við matið á því hvers lands lögum skuli beita um lögskipti manna. Slíka festu verður að telja til hagsbóta fyrir 195
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.