Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 92

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 92
allir hefðu rétt til veiða og var svo í raun fram á miðja síðustu öld.1 Fræðikenn- ingar, sem nú hafa verið staðfestar með dómum Hæstaréttar,2 ganga þó út frá því að handhafar ríkisvaldsins geti í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu almenninga. Þetta vald hefur löggjafinn nýtt sér hvað hafalmenninga varðar. Þótt ekki sé talið að í því felist að ríkið verði talið eigandi almenning- anna í hefðbundnum eignarréttarskilningi er ljóst að handhafar ríkisvaldsins geta í krafti valdheimilda sinna tekið til sín allar þær heimildir sem almennt eru taldar felast í eignarrétti og því má segja að það sé eingöngu fræðilegt viðfangs- efni, sem hefur ekki þýðingu í reynd, hvaða nafni við kjósum að nefna þau rétt- indi. Það er jafnframt ljóst að löggjafinn getur veitt einkaaðilum víðtækar heim- ildir til ráðstöfunar og nýtingar á þessum svæðum og að þær heimildir geti, að skilyrðum uppfylltum, notið eignarréttarvemdar stjómarskrárinnar. 2. AFSTAÐA FRÆÐIMANNA Fræðimenn, sem um málið hafa fjallað, eru flestir þeirrar skoðunar að nú- verandi handhafar veiðiheimildanna eigi ekki hefðbundið eignarréttarlegt til- kall til þeirra.3 Þeir telja þó, og hafa fært rök fyrir því, að þeir sem stunduðu út- gerð þegar kvótakerfinu var komið á hafi átt stjómarskrárvarinn rétt til að stunda atvinnu sína áfram. Þegar núgildandi kerfi fiskveiða var komið á hafi verið tekið tillit til atvinnuréttinda þessara aðila við lagasetninguna með því að úthluta veiðiheimildum á grundvelli veiðireynslu. Þeir sem nú fá úthlutað veiðiheimildum, hvort sem þann rétt má rekja til veiðireynslu á því tímabili sem miðað var við í upphafi eða til framsals, eiga sömu lögvernduðu atvinnuréttind- in að mati fræðimannanna. Ef gera á breytingar á lögum um stjórn fiskveiða er löggjafanum skylt að taka tillit til þessara atvinnuréttinda að viðlagðri bóta- skyldu, enda njóti atvinnuréttindin vemdar sem eignarréttindi. Þótt atvinnuréttindi njóti stjómskipulegrar vemdar með líkum hætti og eignarréttindi er sú vemd takmarkaðri enda er verndarandlagið takmarkaðra. Raunin er reyndar sú að löggjafinn hefur mjög frjálsar hendur til breytinga á stjórnkerfi fiskveiða án þess að baka sér bótaskyldu sé niðurstaðan sú að hér sé eingöngu um atvinnuréttindi að ræða. I grein sinni „Hver á kvótann?“ telur Þorgeir Örlygsson upp í dæmaskyni hvaða breytingar löggjafanum væri heimilt að gera bótalaust. Telur hann að 1 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum". Afmælisrit Gauks Jörundssonar. Reykjavík 1994, bls. 594-596, og um upphaf og þróun lagareglna um stjóm fiskveiða, einkunt þeirra sem snúa að kvótakerfinu, sjá t.d. Skúli Magnússon: „Um stjómskipulega eignarréttarvernd aflaheimilda". Úlfljótur. 5. tbl. 1997, bls. 590-596; Sigurður Líndal: „Nytjastofnar á Islandsmiðum - Sameign þjóðarinnar". Afmælisrit Davíðs Oddssonar. Reykjavík 1998 og Karl Axelsson: „Greinargerð unnin að beiðni nefndar um endurskoðun laga um stjóm fiskveiða í september 2001“. 2 Sbr. Mývatnsdóm (H 1981 182) og Landmannaafréttardóm síðari (H 1981 1584). 3 Sjá t.d. Sigurður Líndal: sama grein; Þorgeir Örlygsson: „Hver á kvótann?" Tímarit lögfræð- inga. 1. hefti 1998; Skúli Magnússon: sama grein og Karl Axelsson: sama greinargerð. 200
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.