Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 6

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 6
2 og er í sögunura gelið allra þeirra tegunda, sem liafa ílendst hjer, og enda íleiri en nú tíðkast. En í því efni, sem hjer ræðir ura, skifta ekki máli önnur dýr en kindur, nautgripir, svín og liundar. I3að lægi næst að giska á, að veikin sje lijer komin á þann liátt, að eitthvað af þeim skepnum, sem land- námsmenn íluttu með sjer liingað frá Noregi, liafi verið sýkt, og þessar skepnur því næst sýkt aðrar. En ekki er þessi ágiskun sennileg, því að allar líkur eru til þess, að sullaveiki hafi aldrei verið í Noregi. Það er ekki liðin nema rúmlega hálf öld síðan læknar fengu verulega þekkingu á þessari veiki, en síðan hefur það komið í Ijós, að hennar hefur ekki orðið vart í Noregi, svo teljandi sje; það er að sjálfsögðu ekki tak- andi mark á því, að veikinnar er ekki gelið frá þeim tíma, sem landnám stóð yfir; sjúkdómsliugmyndin þekktist ekki, enda sjaldan gefin nein lýsing á sjúkdómum svo nákvæm, að af því mætti þekkja þá. En liitt er mjög ósennilegt, að sulla- veikin liefði síðar dáið út í Noregi, ef hún hefði á þeim tíma verið þar landlæg. Engar líkur eru til þess, að veikinni hefði verið útrýmt úr landi, sem lil skamms tíma hefur verið holds- veikisbæli. Jeg lít því svo á sem leyfdegt sje að álykta, að sulla- veikin liafi ekki verið í Noregi á Jandnámsöld íslands, og ef þella er rjett, gátu landnámsmenn ekki ílutt hana með sjer þaðan. En hvaðan er liún þá komin til íslands? Þess er víða getið, að landnámsmenn komu til íslands frá Hjaltlandi, Orkn- eyjum, Suðureyjum og írlandi; þeir höfðu þar margir hverjir áfangaslað á leiðinni frá Noregi, og dvöldu þar stundum árum saman. Þessir menn liafa eflausl liaft með sjer liúsdýr frá þessum löndum. Hvort sullaveiki hafi verið til í þessum löndum á þeim tímum, verður ekki sagt, af sömu ástæðuni og áður var sagt um Noreg, en nú á dögum er veikin að vísu engan veginn algeng á þessum slöðum, en til er liún þar, og sumstaðar til muna, einkum á Hjaltlandi. Likurnar eru því meiri til þess að sullaveikin sje þaðan komin til íslands en frá Noregi. Það er raunar engan veginn víst, að veikin hafi verið flutt til íslands með húsdýrum landnámsmanna. Það gat vel orðið síðar. Ekki eru þó miklar líkur til, að húpeningur liafi verið fluttur til landsins eftir landnámsöld, fyrri en menn fóru að hugsa um kynbætur, og það varð ekki fyrri en á 18. öld, og þá var sullaveikin óefað algeng hjer. En hundar hafa eflausl

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.