Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Blaðsíða 9
hendi fje Höllu, og varð af sundurlyndi milli þeirra mága, en
nokkru síðar, er Geitir var eigi heima, »sendi Halla mann
eflir Brodd-Helga ok bað at hann skyldi hitta hana. Hann fór
þegar í Krossavík. Halla kvaddi liann, en hann tók vel kveðju
hennar. Hón bað at hann skyldi sjá meinit, er hón liafði, ok
gerði hann svá, ok kvaðst honum þungt hugur um segja.
Hann hleypir vatni miklu ór sullinum, ok varð hón mjök
máttlílil eptir þelta. Hón bað hann þar vera um nóttina, enn
hann vildi þat eigi. Hón var angrsöm ok mælti við hann:
Eigi þarf nú lengr at beiða þik hérvistar, þú munt nú lauss
þykjast ok lokit liafa verkum, enn þess get ek at fæstir munu
leika svá við konur sínar sem þú við mik. Brodd-Helgi fór
heim aftur til Hofs ok undi illa við sinn hlut. Lifði Halla litla
stund síðan ok var hón önduð er Geitir kom heim« (kap. 11.).
Jeg hef tekið allan staðinn upp, af því að hann er eini
slaðurinn, mjer vitanlega, í fornsögunum, sem geti átt við
sullaveiki. Vápnfirðingasaga er mestöll um deilur þeirra mág-
anna, sem talið er að risið hafi af því, hvernig Helga fórsl
við Höllu, og er því einsætt, að nokkur sannindi eru á sög-
unni um vanheilsu hennar, en nokkuð eru grunsamleg atvikin
að dauða Höllu. Hvers vegna sendir Halla eflir Helga til þess
að láta hann sjá meinið, og hvers vegna lileypir Helgi vatni
úr því, að því er virðist að henni nauðugri? Þess er hvergi
getið, að Helgi hafi fengist við lækningar, og er þó í Vápn-
firðingasögu getið um Þórodd lækni þar í sveitinni. Og ef
Helgi var læknir, hvers vegna framkvæmdi hann ekki þella
verk, meðan Halla var á heimili þeirra áður þau skildu? Og
þó svo væri, að Helgi hefði fengist við lækningar, er það
næsta ólíklegt, að menn á þeim tímum hefðu dirfst að hleypa
úr sullum í innýflum í lækningarskyni. Sagan um ígerðina í
fæti Þórhalls Ásgrímssonar er góð bending í þessa ált og
gerðist svo sem 20 árum eftir þessa atburði í Vápnfirðinga-
sögu. Enginn varð til þess að gerast læknir hans, og má þó
giska á, að innan um allan þann sæg, sem sótti til alþingis —
ekki síst einmitt í þetta sinn, er brennumálin átti að úlkljá —,
liafi einhverjir verið, sem fengust við lækningar. Og það er
ekki að efa, að sjúkleiki Þórhalls hefur verið almenningi
kunnur á þinginu, því að menn álilu það mikið mein, að
hann gat ekki komið til Lögbergs. Engu að síður verður
engum það fyrir að skera í kýlið, og var það þó á útlim.
Ekki getur það kallast skynsamleg lækning, að hann sjálfur í