Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 10
6
ofboði ristir út úr því með spjóti, þegar eftirmálin eru ónj7tt.
Alt þetta má telja votL þess, að á þessum tímum liaíi ekki
tíðkast að skera í kýli, og þá er enn óiíklegra, að hitt hafi
tíðkast að skera i innanmein. Ef treysta má sögu þessari, er
tæplega nema um þrjá sjúkdóma að villast, sem Halla hafi
haft: sullaveiki, kviðarvatnsýki fascitesj og eggjastokksbelg
(kystoma ovariij, og hvert lreldur var verður ekki sagt eftir
lýsingunni. Hvaða aðferð Heigi hafi haft til að hleypa valni
úr meininu verður ekki sjeð, en hvort heldur var um sulla-
veiki eða hina sjúkdómana að ræða, mátti vel búast við, að
meðferð Helga hefði í för með sjer banvæna lífhimnubólgu.
Ef tilgátan er rjelt, sem selt er fram hjer, að sullaveiki sje
ekki komin frá Noregi, þá eru meiri líkur til þess að Halla
hafi ekki liaft sull í nútíðarmerkingu, því að eftir því sem
segir í Landnámu komu þeir Vopnfirðingarnir beina leið frá
Noregi, og þetta gerðist tiltölulega skömmu eftir landnámið
(980—990).
Frá þessum tíma verður stórmikil eyða, því að næslu
200 árin verður ekki sjeð, að gelið sje um neinn sjúkling,
sem telja megi sullaveikan, en þegar fram kemur um 1200 og
kraftaverk biskupanna fara að verða hvað lielsta lækningin,
sem sjúklingar geta átt von á, bregður fyrir nokkrum sjúk-
dómslýsingum, og eiga sumar þeirra bersýnilega við sullaveiki;
um aðrar er mjög vafasamt. Sögur þessar eru sumar hverjar
mjög blandaðar hindurvitnum, en eins getur lýsingin ált við
sullaveiki, þó menn þökkuðu lækningu meinsins áheiti á Þor-
lák helga eða Guðmund góða.
í Biskupas. I. 117 segir svo: »Árni hét einn virðuligr
maðr; hann hafði mein mikit innan rifja ok hællligt; hann
hét á liinn heilaga Þorlák biskup til heilsu sér ok balnaði
þegar«. Sama sagan er einnig í Biskupas. I. 305.
Þetta virðist hafa verið 1198, en skiftir lillu, því lýsing
er engin önnur en þessi, að meinið var innan rifja. Það er
því vel mögulegt og ekki ólíklegt, að það liafi verið sullaveiki,
en alls óvist.
Öðru máli er að gegna um sjúkdóm þann, sem gelið er
um í Biskupas. I. 116. Þar segir: »Unas liét maðr. Hann lók
sótt óhæglega þar á þinginu (þ. e. 1198); hann blés allan;
gekk kviðrinn upp fur brjóslit, ok fylgdi æsiligr verkr, svá
hann mátti trautt standast«. Honum balnaði þegar eftir áheit
á Þorlák biskup.