Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Síða 30

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Síða 30
26 var um að framan, en setur spurningarmerki við hreyfingarnar og halann, svo tortryggileg virðast honum þau atriði. Enn fremur drepur liann á þær krufningarlýsingar, sem islenskir læknar höfðu sett í skýrslur sínar, og hefur nákvæma lýsingu á 2 krufningum, sem hann gerði á íslandi með Skúla Thor- arensen og Jósef Skaftasyni. Schleisner komst að vísu lengra en íslenskir læknar, en ekki verður sjeð, að hann hafi haft hugmynd um, að þessi dýr væru inn í menn komin utan að, heldur eru allar Hkur til, þótt hann segi það ekki berlega, að hann hafi álitið að þau »kviknuðu« í mönnum, eins og mörgum var títt í þá daga. Þess vegna gat liann ekki heldur stungið upp á neinum var- úðarreglum móti veikinni. Þessi tiðindi detta eins og skúr úr heiðríkju yfir útlenda lækna og vekja mikla athygli í Danmörku, því að það var fjarri því, að mönnum liefði komið þar til hugar, að lifrar- veikin væri svona algeng á íslandi, og því síður að hún væri sullaveiki. Þessi vakning verður þess valdandi, að danskir læknar og dönsk stjórnarvöld fara að Iáta málið til sin taka. Þótt sennilegt sje, að þessi áhugi stafi meðfram af þvi, að skömmu eftir þetta tókst þýskum vísindamönnum að rekja æfiferil þess orms, sem vjer í einni mynd, eða á einu þroska- stigi, köllum sull, þá verður því ekki neitað, að danskir lækn- ar eiga upptökin að öllum sullaveikisrannsóknum hjer á landi, en ekki íslenskir. Það verður ráðið af hrjefabók Jóns Thorstensen1), að heilbrigðisráðið hefur skrifað honum 1851 og stungið upp á að heita verðlaunum handa íslenskum læknum fyrir ritgerð urn »svonefnda lifrarveiki og sjerstaklega orsakir hennar«. Þetta virðist vera fyrsti verklegi árangurinn af sullaveikisrannsóknum Schleisners. Jón Thorstensen svarar brjefi þessu, telur þetta að vísu æskilegt, en skorast undan að reyna það sjálfur og kveðst sannfærður um, að veikin sje arfgeng, og telur engar líkur til að nokkur íslenskur læknir sje fær um það, einkum vegna bókaskorts og áhalda, og fjeli það svo niður, að því er virðist. Nokkur bið varð á frekari rannsóknum danskra lækna, en 1853—56 skrifar Eschricht, nafnkunnur læknir og náttúru- fræðingur danskur, nokkrar ritgerðir um sullaveikina2). 1) Landsskjalasafn. 2) D. F. Eschrichl: De Hydatiders Natur og Oprindelse, der frem- kalde den i Island endemiske Leversyge. (Overs. over Vidensk. Selsk. Forhandlinger 1853 og 1856.) (Frh. á 27. bls.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.