Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 31

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 31
27 Þessi maður hafði áður barist gegn kenningunni um sjálfs- myndun bandorma, og var því kunnugur öllum kenningum vísindanna um bandorma og sulli. Hann hafði fengið til rann- sóknar lifrarsulli úr íslendingi, sem dó í Kaupmannahöfn, og einnig úr dönskum manni, og auk þess nokkuð af íslenskum blöðruormum, sem Schleisner hafði liaft með sjer til Hafnar. í sullunum úr íslendingnum, sem teknir voru í Höfn, tókst honum að fmna króka af bandormshausum og fann engan mun á þeim og krókunum á bandormshausnum úr sulli danska mannsins, og þar með sannaði hann í fgrsta sinni visindalega að nislenska lifrarveikina stafaði af dýri, echinococcus. Að öðru Ieyti eru ekki vísindalegar nýungar í greinum hans; getgátur hans um það, að sullirnir væru eitt aldurs og þroskastigið af einhverjum bandormi voru óþarfar, því að áður en þetta gerð- ist hafði þýskur náttúrufræðingur Siebold (1852) sannað þetta með því að gefa hundum inn sulli úr kindum og sjeð hausana úr sullunum verða að fullkomnum bandormum í hundunum (tœnia echinococcus) og lýst þeim, þó að Eschricht væri það þá ókunnugt; ágiskun hans um það, að bandormar mundu þurfa millilið, líklega skorkvikindi eða snígla, til þess að geta orðið að sullum, reyndist því á engum rökum bygð. Hann lenti einnig að öðru leyti í ógöngum, því að þegar hann fór að skoða sullina, sem Schleisner hafði komið með frá íslandi, reyndust þeir að vera cgsticercus tenuicollis, en ekki echino- coccus. Hann hjelt því fram þeirri skoðun, að á Islandi hittust líklega tvær tegundir blöðruorma í mönnum (og studdist í því við ljrsingu Jóns Thorstensen, sem tekin var upp í bók Schleis- ners), en þótti yfir höfuð tortryggilegt, að þessi tegund sulls væri úr manneskju. Síðan hefur vitnast að þessi cgsticercus tenuicollis var úr íslenskri kind og liafði Schleisner gleymt að geta þess.* 1) En þótl Eschricht skjátlaðist í þessum efnum, gefa rit- gerðir hans gott yfirlit yfir efnið og hvað þurfi að rannsaka á íslandi, og hve miklu það skifti til þess að geta hugsað til að verjast sjúkdóminum að vita fyrir víst, hvorl sullirnir sjeu Sami: Undersogelser over den i Island endemiske Hydatidesyg- dom. (Bibliothek f. Læger. Jan. 1854.) Sami: Over de nyeste Opdagelser i Blære- og Bændelormenes Udviklingshistorie. (Bibliothek f. Læger. April 1854.) Sami: Anden Beretning om de nyeste Opdagelser i Blære- og Bændelormenes Udviklingshistorie. (Biblioth. f. Læger. Juli 1854.) 1) H. Krabbe: Recherelies helminthologiques cn Danemark et en Islande. Copenhague 1866, bls. 43. 4*

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.