Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 34

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 34
30 Honum var það Ijóst, að ef tilraunir til að ala upp t. echinococcus í hundum úr mannasullum ættu að hafa nokkurt sönnunargildi, varð að gæta þess, að úr þessum sullum kæmust lifandi bandormshausar niður í hundana; það máttu ekki vera geldsullir; og ennfremur yrði, einkum í landi þar sem þessi bandormur væri svo algengur, að gæta þess vel, að hundarnir, sem tilraunin átti að gerast á, hefðu ekki áður getað náð i sulli. Það varð því að taka hvolpa, sem liöfðu verið lokaðir inni frá fæðingu, og nákvæmar gætur hafðar á undan tilraun- inni og eftir. Við þessar tilraunir naul liann aðstoðar Jóns Finsen á Akureyri, og alls gerðu þeir 5 tilraunir á íslandi. í 3 skifti fundust sullabandormar í hundunum þegar þeim var lógað, í 2 skifti engir; en annað skiftið hafði þess ekki verið gætt að sannfæra sig um það fyrirfram, hvort ekki væri um geldsull að ræða. Þessar 3 tilraunir, sem heppnuðust, voru þó ekki allar óaðfinnanlegar, því tveim sinnum liafði ekki verið iyrirfram gætt að bandormsbausum í sullinum, og annað skiftið hafði hundurinn ekki verið lokaður inni allan tímann eftir til- raunina; var því ekki gersamlega ómögulegt, að hann kynni að hafa náð í sulli úr skepnuin og bandormarnir stafað þaðan; en ólíklegt var það, enda svaraði þroskastig bandormanna, sem fundust, til þess líma, sem var liðinn frá tilrauninni. En það var þó eftir ein tilraun, sem lieppnaðist og var að öllu leyti ó- aðíinnanleg og allra varúðarregla gætt fyrir og eftir. Með þessu móti hafði þó Krabbe og Finsen tekisl að sanna að bandormshausar i mannasullum verða að t. echinococcus i hundum.* 1) Með því að rannsaka þessa bandorma nákvæmlega gat Krabbe ekki fundið neinn mun á þeim og hinum algengu, sem áður hafði verið sannað, að mynduðust úr sullum úr skepnum, og síðan hafa allir hætt að tala um afbrigði Kúchenmeisters. Þá voru allar aðalgáturnar ráðnar: Sullaveikin í mönnum og skepnum orsakast af hlöðruormi. f honum myndasl band- ormshausar. Ef þeir komast ofan í hunda, verða þeir að hand- ormum. í handonnum þessum myndast egg. Ef eggin komast ofan í maga og þarma á mönnum, kindum eða nautgripum, losnar unginn úr egginu, fer út í líkamann og verður að sull. 1) Þeir Krabbe vissu ekki annað cn að þetla væri í fyrsta sinn, sem þess konar tilraunir hefðu heppnast. Síðar kom í ljós, að Naiuiyn i Berlin hafði fyrr á sama árinu gert sams konar tilraun og heppnast. Siðan hafa þess konar tilraunir oft verið gerðar og tekist vel.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.