Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 43

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 43
39 verið skrifað annað en alþýðleg fræðsla um orsakir veikinnar.1) Á útlendum málum kveður mest að ritum þeirra Jóns Finsens og Jónasar Jónassens, og má fullyrða, að til sjeu eftir þá báða rit, sem eru íslenskri læknastjett lil sóma. Finsen skrifaði einna mest um meðferðina, en liann jók einnig þekkingu lækna í ýmsum öðrum atriðum veikinnar. Hann varð t. d. fyrstur lil að halda því fram, að lífhimnubólga væri alls ekki nauðsynleg afleiðing af því að sullir springju inn í kviðar- holið; en það höfðu læknar haldið þangað til. Hann lók einna fyrstur eftir því, að ofsakláði þýtur venjulega út um líkama sjúklinganna, ef sullavatn rennur inn í kviðarholið, og margur annar fróðleikur er í ritgerðum hans um sullaveikina. Jónassen skrifaði bók um veikina, og gefur hann þar vísinda- legt og glögt yfirlit yfir alt eðli veikinnar, einkenni og meðferð, og drepur á sögu hennar á íslandi. Þótt bók lians liafi ekki að geyma aðrar eins nýungar og rit Finsens, er hún einkar itarleg og mun halda gildi sínu, nema kaílinn um meðferðina. Hann hefur nú orðið að eins sögulegt gildi. Ritgerðir Hjaltalíns um sullaveildna eru mestinegnis ritdeilur við Finsen. Af þeim íslenskum læknum, sem nú eru á lífi, hafa ekki aðrir skrifað neitt um sullaveiki á útlendum málum en Guð- mundur Magnússon og Sæmundur Bjarnhjeðinsson. Nöfn ís- lenskra og úllendra rita eftir lækna á íslandi verða talin síðar, eftir því sem jeg hef getað fundið. t "VII. Meðferð sullaveikinnar á Islandi. A. Ar:i i-iiii-. Um varnir gegn veikinni gat auðvitað ekki verið að ræða fyrri en vissa var fengin um orsakir hennar. Eins og áður var sagt var það fyrsta verk Krabbe, þegar hann hafði lokið rann- sóknum sinum lijer á landi, að skrifa dómsmálastjórninni til- lögur sínar um varnir gegn veikinni. Árangurinn varð sá, að stjórnin fjekk Krabbe til að skrifa alþj7ðlegan bækling2 *) um eðli og orsakir veikinnar, og ljet úlbýta honum ókeypis. 1) í Norðurlandi (II. ár bls. 97) hefur Giiðmnndiir Hannesson skrifað lýsingu sjúklings með sull í heila, sem hann risti í. Það mun vera eina skiftið sem slíkt verk hefur verið unnið hjer á landi. 2) H. Krabbe: Athugasemdir handa íslendingum um sullaveikina og varúðarreglur gegn henni. Kaupmannahöfn 1864.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.