Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 47

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 47
43 reynst, vakti hann athygli ráðgjafa íslands á þessn máli (1882). Ráðgjafinn sneri sjer tii iandshöfðingja, og svaraði hann þeirri málaleitun 28. júlí 1884, kannaðist við að umkvartanirnar væru á rökum bj'gðar, en taldi tormerki á að lierða á tilskip- uninni; væri fremur árangurs að vænta af alþýðufræðslu um veikina, enda kom út sullaveikisbæklingur eftir Jónassen þ. á. Krabbe vakti að nýju máls á þessu 1888, og fjekk ráð- gjafa íslands til að útvega sjer eftirrit af skrám þeim, sem hreppstjórar og lögreglustjórar áttu að semja árlega um hunda- hald á íslandi. Eftirritið náði yfir árin 1883—1888. Skrárnar voru býsna ónákvæmar, en í skýrslu, sem Krabbe sendi ráð- gjafanum um þessa eftirgrenslun sína, kveðst liann mega full- yrða, að á árunum 1883—1887 hafi verið að minsta kosti 10000 hundar á íslandi.1) Aðalbreytingin á gömlu tilskipuninni, sem þeir læknarnir 3 fóru fram á, var sú, að leggja skatt á alla hunda, 2 kr. á ári fyrir þarfa hunda, en 10 kr. fyrir óþarfa, og skyldi að- greina þarfa og óþarfa á sama hált og áður. Nefndin, sem kosin var í málið í neðri deild, en Jónassen var einn í nefndinni, breytti því svo að samið var nýtt frumvarp, en hið upphaflega var tekið aflur. Þetta nýja framvarp var samþykt með litlum breytingum, og varð að Iögum 22. maí 1890: »Lög um hundaskatt o. fl.« og eru enn í gildi: Lög um hundaskatt og íleira 22. maí 1890. 1. gr. Hver heimilisráðandi skal á hreppskilaþingi þvi, er hann á sókn að, vor hvert telja fram fyrir hreppstjóra eða bæjarfógeta alla heimilishunda sína, er eldri eru en fjögra mánaða í fardögum, og skal það framtal rita í sveitarbókina. En á hausthreppslcilum skal telja þá hunda, sem farist hafa um sumarið. 2. gr. Ef einhver vanrækir að telja fram hunda, eða telur þá rangt fram, eða framtal lians þykir tortryggilegl, gilda um það sömu ákvæði, sem um framtal á tíundbæru lausafje eftir 5., 6. og 7. gr. í lögum 12. júlí 1878 um lausafjártíund. 3. gr. Hreppstjóri skal senda sýslumanni skýrslu um framtal liunda jafnframt öðrum framtalsskýrslum. 4. gr. Hver sá heimilisráðandi, er býr á meiru en einu hundraði úr jörðu utan kaupstaða, skal greiða af hverjum 1) H. Krabbe: Blæreormlidelserne paa Island og de imod dem trufne Foranstaltninger. (Tidsskrift for Veterinærer, 1890). 6*

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.