Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 57

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 57
53 Skrá yfir sullaueikislœkriingar með Récamiers aðferð 1857—1894. Nafn læknis Hve oft Lækn- aðir Á r a Dánir n g u r Ekki full- komn- að verk Ekki nefnd- ur Helgi Guðmundsson 5 2 2 » í Hjörtur Jónsson 4 2 1 » í Jón Finsen 43 31 7 5 » Jón Hjaltalín 5 » » » 5 Jónas Jónassen 40 27 7 6 » Þorgrímur Johnsen 11 5 1 2 3 Þorgrímur Þórðarson 1 » » » 1 Þorsteinn Jónsson 3 2 » 1 » Þorvaldur Jónsson 5 1 1 » 3 Pórður Thoroddsen 1 » » 1 » 118 70 19 15 14 Það er enginn efi á því, að framför var að því að taka upp þessa aðferð, eftir því sem þá var úr að velja, og eiga þeir læknar skilið þakkir, sem það gerðu; en engu að síður var aðferðin gölluð, og nú alveg lögð niður, er \öl er á betri aðferðum. Aðalgallarnir eru sársaukinn og timalengdin, sem brenslan útheimtir. Kostirnir voru hins vegar, að nokkurn veg- iun traustur samvöxtur var kominn áður en sullur var opn- aður, og að allur blöðruormurinn náðist út um opið. Finsen stakk upp á því að skera inn að lífhimnu, til þess að stytta límann, og brenna síðan. Þessi uppástunga hans kom ekki fram fyrri en hann var farinn af landi burt, og var aldrei reynd, en Jónassen andæfði henni; þeir höfðu ekki sömu skoðun á því, hve snemma samvöxturinn byrjaði. Finsen áleit að hann byrj- aði ekki fyrri en brenslan væri komin inn að lífhimnu, en Jónassen liafði tekið eftir því, að sullur fór að festast við magalinn 12—14 dögum áður en gat datt á. Hann áleit því að samvöxtur yrði ólryggur, ef svona væri farið að, og hafði sennilega rjett fyrir sjer í því. Finsen lenti í megnum ritdeilum við Jón Hjaltalín, eink- um út úr þessari aðferð, og það er sorglegt að sjá, hvernig Finsen flettir ofan af lausmælgi og staðleysum Hjaltalíns frammi fyrir útlendingum, og það er sorglegt að neyðast til að fallast á orð lians. Hjaltalín hafði reynt aðferðina og gefist illa,

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.