Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 68

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 68
64 Þrátt fyrir alla þessa galla á skýrslunum, hef jeg talið nokkurn fróðleik að þessari skrá, og ef til vill verða þessir gallar, sem jeg hef nefnt, til þess að einhver vandar sig meira en verið liefur stundum með skýrslur sínar. Og hvað sem göllunum h'ður, þá sýnir þessi skrá, ef hún er borin saman við skrána yfir lækningartilraunir með brenslu (bls. 53), að með skurðaraðferðunum hafa lœkningartilraunir við sullaveiki stórum fœrst i vöxt, og orðið að kalla má almennings eign. Á þeim 37 árum (1857 —1894) sem brenslan var viðhöfð, er ekki getið um nema 118 lækningartilraunir með þeirri aðferð, en á fyrstu 19 árunum eftir að skurðlækningarnar hófust er getið um rúmlega 500, og þessi aukning er samfara rjenun veikinnar, eins og síðar verður vikið að. En því að eins er fjölgun lækningartil- rauna æskileg, að þar með fáist fleiri lækningar, einnig hlut- fallslega. f*að má fullyrða, að svo hafi verið síðan skurðir voru teknir upp. Báðum skránum er ábótavant; brensluskránni að því leyti, að margir læknar ljetu ekki úrslitanna getið; í skurð- skránni er þeírra alls ekki getið, en það má bera saman tölur þeirra 2 lækna, Finsens og Jónassens, sem æfinlega gátu um þau við brensluaðferðina, annars vegar, og mínar eigin tölur hins vegar. Dánarkvótinn er hjá þessum 2 læknum 16,9% (og auk þess varð verki ekki lokið á nálega 8. liverjum sjúklingi), en hjá mjer er dánarkvótinn, talinn um alla skurði til sulla í innýflum, i kviðarholi og brjóstholi 8,4%, eða helmingi minni. En auk þess er þessi talningaraðferð ranglát; því að það á að rjettu lagi ekki að nota til samanburðar, nema þá af mínum sjúklingum, sem unt hefði verið að brenna, en þá ganga frá allir innanrifjasullir. Með þvi móti verður dánarkvótinn hjá mjer ekki nema 5,6%. Að vísu er dánarkvótinn hjá mjer hár fyrir innanrifjasulli (23,4°/o), en þeir 23 sjúklingar með þess konar sulli, sem læknast hafa hjá mjer eftir skurði, hefðu alls ekki getað fengið lækningu með brenslu. Hjer er sett, eftir skýrslum íslenskra lækna, skrá yfir handlæknisaðgerðir við sullaveiki, sem getið er um að gerðar hafi verið árin 1882 — 1911, að báðum meðtöldum. Tímabilið er talið frá 1882, því að fram að því ári hafði Jónassen getið um þess konar í doktorsritgerð sinni, en það endar með árinu 1911, af því að ekki eru enn komnar til Iand- læknis allar skýrslur fyrir árið 1912.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.