Árbók Háskóla Íslands - 30.12.2005, Page 215
Rannsóknir
Umfang þjónusturannsókna var óbreytt frá 2004. Auk þess eru á stofnuninni
stundaðar viðamiklarvísindarannsóknireins og áður. Meirihtuti rannsókna tekur
til illkynja meinsemda og er annars vegar um flokkun krabbameina eftir líffærum
og tegundum að ræða og hins vegar grunnrannsóknir í erfðafræði og sameinda-
líffræði krabbameina. Grunnrannsóknir eru fyrst og fremst stundaðar á frumulíf-
fræðideild. Aðatviðfangsefni deitdarinnar eru krabbamein í brjóstum. ristli,
blöðruhálskirtli. eitlum og eistum. Meðat innlendra samstarfsaðila við rannsóknir
eru Krabbameinsfélag íslands og líftæknifyrirtæki. Rannsóknastofan tekur mikinn
þátt í alþjóðlegri samvinnu á þessum sviðum og hetdur áfram að skila mikilvæg-
um niðurstöðum við einangrun áhættugena fyrir brjóstakrabbamein. Áfram var
haldið með vinnu við einangrun stökkbreytinga í æxlisvef sem beinlínis gagnast
við lyfjameðferð krabbameina. Meistara- og doktorsnemar eru í þjálfun við rann-
sóknastofuna.
Kynningarstarfsemi
Starfsfólk Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði átti árið 2005 aðild að fjórtán
ritrýndum vísindagreinum og 41 útdrætti. Vísindamenn stofnunarinnar eru enn
sem fyrr virkirvið rannsóknir þareð undanfarin áratug hafa árlega birst 15-30
vísindalegar ritgerðir frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Ekki voru
haldnar sérstakar ráðstefnur eða þing á vegum stofnunarinnar árið 2005.
Annað
Rekstur Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði er innan við 2% af heildarrekstri
Landspítala- háskólasjúkrahúss en nemur þó um 250 m.kr. árlega. Á hverju ári afla
starfsmenn verulegra vísindastyrkja. bæði innlendra og erlendra. og jókst upphæð
styrkja árið 2005. Umtalsvert samstarf er við vísindastofnanir beggja vegna Atl-
antshafsins. sem og við aðrar innlendarvísindastofnanirog líftæknifyrirtæki.
Starfsemi Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði er í sex byggingum og eru
þrjár á Landspítalalóð. sú fjórða er til húsa í Læknagarði. fimmta í Haga og að
lokum er lífsýnasafn í leiguhúsnæði hjá Krabbameinsfélögunum við Skógarhlíð.
Brýnt er að leita lausnar húsnæðisvanda stofnunarinnar á næstu misserum.
Rannsóknastofa í
Almennt yfirlit og stjórn
Á vordögum. 13.maí 2005. skrifuðu Páll Skúlason háskólarektor og Magnús Pét-
ursson forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss undir samning um rekstur rann-
sóknastofu í næringarfræði (RÍN). Starfsemi RÍN er byggð upp í kringum rann-
sóknir sem htjóta rannsóknastyrki innantands og erlendis frá. Inga Þórsdóttir,
prófessor í næringarfræði, er forstöðumaður. í stjórn RÍN sitja Ágústa Guðmunds-
dóttir, prófessor og Pálmi V. Jónsson, dósent, bæði skipuð af háskólarektor. og
skipaðar af forstjóra LSH voru Lilja Stefánsdóttir. hjúkrunarframkvæmdastjóri og
Oddný Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu kennslu. vísinda og þróunar. Á
stjórnafundi var Ágústa kosin formaður og Oddný ritari stjórnar.
Fjöldi starfsmanna í rannsóknum á árinu 2005 voru 14 talsins, þar af 11 meistara-
og doktorsnemar. Flestir þeirra unnu í hlutastörfum í rannsóknunum. Einn dokt-
orsnemi. Björn Sigurður Gunnarsson. varði doktorsritgerð á árinu og tveir meist-
aranemar luku námi. Nýr kennari við Háskóla íslands, Ingibjörg Gunnarsdóttir,
dósent. hefur starfsaðstöðu á RÍN. Auk rannsóknastarfa hefur RÍN gefið sérfræði-
álit og ráðgjöf ýmiss konar á árinu.
Rannsóknir
Á árinu hófst nýtt verkefni á sviði næringar og vaxtar barna. Næring íslenskra
ungbarna - áhrif breyttra ráðlegginga. en verkefnið er styrkt af RANNÍS. Næring
snemma á tífsleiðinni og áhrif hennar á heilsufar hefur verið eitt helsta rann-
sóknasvið RÍN og þar á meðal eru rannsóknir sem snúa að meðgöngu og
brjóstagjöf. Hið nýja verkefni mun meðal annars leiða í Ijós hvort ráðleggingar
um stoðmjólk skili bættum járnbúskap barna við eins árs atdur. RÍN stundar ein-
nig rannsóknir á næringarástandi mismunandi sjúktingahópa. Virkt samstarf er
nú við öldrunardeildir Landspítala um næringarástand aldraðra og tengda þætti.