Árbók Háskóla Íslands - 30.12.2005, Page 226
Árið 2005 stunduðu sex nemendur meistaranámið og einn þeirra tauk því á árinu.
Hafa þá 18 nemendur útskrifast með meistarapróf í sjávarútvegsfræðum.
Auk forstöðumanns og skrifstofustjóra unnu 14 verkefnaráðnir starfsmenn að
rannsóknum á vegum stofnunarinnar á árinu.
Viðamesta verksvið Sjávarútvegsstofnunar eru rannsóknir. Hefur stofnunin haft
forgöngu um ýmis rannsóknarverkefni varðandi sjávarútveg og stýrir einatt verk-
efnum sem hún á aðild að. Hér er gerð grein fyrir helstu rannsóknarverkefnum á
árinu 2005.
Veiðigrunnur
Fram var haldið þróun hugbúnaðar til notkunar í fiskiskipum. sem heldur utan
um upplýsingar um veiðarnar. svo sem veiðiaðferðir. umhverfisaðstæður og afla.
Þannig geta skipstjóri og útgerð valið upplýsingar í gagnagrunn um veiðar skips-
ins. Hluti búnaðarins er fyrirspurnakerfi þar sem hægt er að kalla fram í smáat-
riðum veiðisögu og aflasamsetningu úr hverri veiðiferð skipsins. Upplýsingarnar
má setja fram með ýmsum hætti. t.d. skoða á hvaða stöðum eða við hvaða að-
stæður veiðin hefur gengið best. bera saman veiðiferðir eða fá yfirlit yfir ákveðin
tímabil. Hægt verður að bera saman árangur veiða með mismunandi veiðar-
færum eða fá yfirlit yfir sambandið á milli togtíma og afla o.s.frv. Niðurstöður fyr-
irspurnanna birtast án tafará myndrænan og auðskiljanlegan hátt. Þessi búnaður
getur einnig þjónað sem rafræn afladagbók. þar sem Fiskistofa og Hafrannsókna-
stofnunin óska eftir hluta þeirra upplýsinga sem safnað er. Hugbúnaðurinn getur
valið þær sjálfvirkt og sent rafrænt. Þetta auðveldar skýrslugjöf skipstjórnenda og
stórbætir gæði og skil gagna. Að veiðigrunninum stendur Radíómiðun hf. í sam-
starfi við Sjávarútvegsstofnun HÍ og Fiskistofu. Verkefnisstjóri er Kristján Gísla-
son.
Secure and Harmonized European Electronic Logbooks
(SHEEL)
í ársbyrjun 2004 var hleypt af stokkunum stóru evrópsku samstarfsverkefni,
SHEEL, sem ætlað er að undirbúa reglugerð ESB um rafrænar afladagbækur fyrir
evrópska fiskiskipaftotann. Um 30 aðilar eiga beina aðild að verkefninu og stýrir
Sjávarútvegsstofnun veigamesta þætti verkefnisins sem fjallar um skilgreiningu
afladagbókanna. innihald þeirra, form. tíðni boða, öryggiskröfur. samskiptatækni
o.s.frv.
Var þetta viðamesta verkefni stofnunarinnar á árinu og starfaði Þorsteinn Helgi
Steinarsson, verkfræðingur. að verkefninu. Skilgreiningarnar voru kynntar á fund-
um með samstarfsaðilum í Sevilla á Spáni í janúar og aftur í Gautaborg í júní
2005. Stofnunin skilaði síðan lokaskýrslu um skilgreiningarnar SHEEL-System
Specifications í árstok 2005. Guðrún Pétursdóttir hefur stýrt verkþættinum um
skilgreiningar og á sæti í þriggja manna yfirstjórn SHEEL.
Information database for Managers in Fisheries
Unnið var að þróun hugbúnaðar fyrir skipsstjórnendur og fiskvinnslu í Færeyjum.
Það er unnið í samvinnu við Radíómiðun hf. og ComData í Færeyjum með tilstyrk
NORA. Verkefnisstjóri er Guðrún Pétursdóttir.
Vinnstuspá þorskafla
Sjávarútvegsstofnun á aðild að verkefni sem styrkt er af Rannís og fjallar um
skilgreiningu á sambandi veiðistaðar og tíma annars vegar og gæða aflans hins
vegar, einkum varðandi nýtingu. holdastuðul. orma. mar og los í fiski.
Verkefnið fetur í sér rannsóknar- og þróunarvinnu sem hefur það langtímamark-
mið að auka arðsemi þorskvinnslu með því að rannsaka og þróa aðferðir til að
meta vinnslugæði fisksins. Niðurstöðurnar má nota til að styrkja vinnslustjórn og
auðvelda ákvarðanatöku um val veiðisvæða sem gefa besta fiskinn til vinnstu á
hverjum tíma. Sveinn Margeirsson. verkfræðingur, vinnur nú að doktorsverkefni
sínu við þetta verkefni. Verkefnið er unnið í samvinnu Háskóla ístands. Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins og útgerðarfélagið Samherja. Verkefnisstjóri er Sig-
urjón Arason.
Sherem
Sherem er rannsóknar- og þróunarverkefni í samstarfi við Nýherja. Samherja og
fteiri útgerðarfyrirtækja og fjallar um að finna lausnir til að koma á ytri rekjan-
teika í sjávarútvegi þar sem vörur fara gegnum marga hlekki í keðjunni frá veið-
um tit neyslu. Verkefnið er stutt af Rannís, en verkefnisstjóri er Viktor Vigfússon.
222