Búnaðarrit - 01.01.1891, Page 24
20
liafa verið notað til eldsneytis fyrst framan af. Þó er
getið um „faushagröpt“ á einurn stað í Landnámu1, og
sjálfsagt hefur það farið að tíðkast nokkuð snemma að
nota mó til eldsneytis. Þannig er talað um „torf“ til
eldsneytis, „torfgröptu og „élditorf‘ sumstaðar i sögun-
um, t. d. í Harðarsögu 38. kap., þætti öunnars Þiðranda-
bana2 og Biskupasögum II, 135. í Grágás er og einn
staður í landbrigða-þœtti, 220. gr. (um rjett leiglendings),
sem talar um „torfskurðu og skógarhögg; virðist sá stað-
ur lieldur lúta að því að vernda skógana8; þar segir
svo: „Hann (leiglendingurinn) a torf at scera ilandino
er leigt hevir sem hann þarf til ellde branda ser þar
hiá er áðr er scorit. fella saman torf grafar. EN ef
torf mór er eigi ilande því er liann hevir leigt oc a
hann þa viðe at ellda ef áðr var viðe ellt et næsta. en
hvorotveöia ef sva hevir aðr verit. sva a hann elding-
oNe at scipa sem aðr hevir verit et næsta misere nema
þeir hafa aNan veg scilit með ser. Ef scogr fylgir
leigo lande oc a sa er býr höGva ser slóða liris þar
enda sas girðe oc smære. hann scal hafa oc lédenging-
ar col or scoge þeim. sva scal hann ueyta ellde branda
þar sem þa mnnde hann ef hann scylde þar lengrbva1".
1) íslendingasögur I., 303.
2) Laxdæla saga og Gunnars þáttur Þiðrandabana, Akureyri 1867,
bls. 249 og 253.
3) í landbrigða-bálki i Járnsíðu er einnig staður, sem virðist að
nokkru leyti lúta að því, að vernda skógana; þar segir svo: „Bf
skógr fylgir læigo lande, þa scal hanu (leiglendingurinn) liogga
skog þann ser til þarfinda, en ekki selia or skoge. Bæta sual bu-
lute sina or skoge eða rekaviðe, ef bann þarf, en ef haun gerir
meira, þa a lands drotten þat“ (Járnsíða, Kh. 1847 bls. 95). Þó
mun bæði þetta ákvæði, og eins hinn tilfærði staður í Grágás, vera
íremur til þess að vernda rjett landsdrottins en til þess að vernda
skógana.
4) GrágásKh. 1852II, 137. sbr. einnig Jónsbók landsleigubálk 7. gr.