Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 8
4
BÚNAÐARRIT
ekrum heiðarinnar — þegar vér stöndum í skógi full-
vaxta — að Dalgas hefir ekki kent oss neitt nýtt í skóg-
rækt. Það mun sýna sig þegar fram iíða stundir, að
vér nálgumst meira og meira þá náttúrufræðislegu und-
irstöðu, sem skógfræðingar ríkisins bygðu á, þegar þeir
framleiddu skógana, er vér stöndum nú í. Og þessi
undirstaða er ómissandi, þvískógrækt lánast að eins með
því móti, að skógurinn geti haldið sér sjálfur við, án að-
stoðar mannsins. Að eins iífvænlegur skógur er gagn-
legur. Ef skógurinn hefir eigi meira iifsmagn en svo,
að hann hnigni og deyi, þegar mannshöndin sleppir af
honum, er hann gagnslaus, að eins til byrði.
Ef spurt er að, hvað hér sé afrekað, þurfum vér
að eins að litast um. Hér er framleidd fegurð og líf,
þar sem áður var auðn, hér er framleitt skjól, sem allir
Jótar vita hvað hefir að þýða, hér 'er framleitt timbur,
sem nota má til eldiviðar og húsagjörðar. Hér er yfir
höfuð skapaður mögulegleiki fyrir nytsanlt starf, sem fólk
getur lifað af.
Að hverju er kept? Ilversvegna erum vér hér í
dag? Svarið felst í sjálfum skóginum. Saga skógarins
er um leið saga mannfélagsins. Eíns og skógurinn kem-
ur fyrir frá náttúrunnar hendi, er hann manninum til
fyrirstöðu, því gott er til bústaðar, þar sem skógur
vex. Þess vegna höggva' menn slcóginn, eyðileggja hann.
En svo er farið að rækta hann aftur. Þannig hefir það
gengið bæði hjá oss og á íslandi. Yér fengum lyng-
heiði í staðinn fyrir skóginn, en á íslandi blæs jörðin
upp, þar sem skógurinn er eyðilagður. Heiðin hjá oss
er ófrjóvsöm og sendin, en á íslandi er jarðvegurinn,
sem fer torgörðum, djúpur og góður, þess vegna er enn
þá meiri ástæða til að endurreisa skógana á íslandi.
Þessa dagana hefir verið sagt, að nú væri endur-
reisnartimi á íslandi, og að vér ættum að styðja þær
framfarir. Eg vil því geta þess hér, að þetta hefir ver-
ið gert að því er skógræktina snertir. Það vita íslend-