Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 287
BÚNAÐARRIT.
283
alls. — Sveitarstjórnunum þar hefir verið veitt heimild
til, að útvega verkamönnum land til ræktunar og skifta
því milli þeirra. Nefnast þessir hjáleigubændur þar
„Small haldings", og fjölgar þeim einlægt. — Á Frakk-
landi og í Þýzkalandi hefir þessum húsmönnum og hjá-
leigubændum fjölgað mikið síðasta fjórðung liðinnar ald-
ar, og viðleitnin stefnir þar að þessu sama, að útvega
land handa verkamönnum, til þess að rækta.
En alstaðar, hvar sem er, virðist koma fram sami
'hugsunarhátturinn meðal húsmanna og hjáleigubænda.
að keppa að því, að yrkja og rækta landið sem bezt,
svo að afurðir þess eða verð þeirra dragi þeim drjúgast
til lífsframfæris sér og fjölskyldu sinni. En þessi við-
leitni hefir það hinsvegar í för með sér, að mikill eða
mestur hluti af vinnu þeirra gengur í að yrkja landið
og hirða um afurðir þess. En afieiðingin af því er sú,
að lítill tími verður afgangs til að vinna hjá öðrum,
enda eru margir þeirra hjáleigubænda, sem betur eru
stæðir, hættir því, og þurfa þess heldur eigi með.
Sama hygg eg að reyndin yrði hór. Hjáleigubú-
skapurinn, sem eg svo kalla, mundi eigi neitt verulega
bæta úr verkafólksskortinum í sveitum. Hjáleigubónd-
anum væri nauðsynlegt, að koma ábúð sinni sem fijrst
i rœkt. Hann mundi einnig keppa að því eftir mætti,
og leggja vinnu sína í það, ef hann ekki er því efna-
minni eða fátækari. Á meðan mundi hann því lítið
geta unnið hjá öðrum, nema þá í skiftum fyrir aðra
vinnu, t. d. smiðar, plægingu o. s. frv. Þegar svo
landið væri komið í rækt, mundi hann, ef maðurinn er
annars nýtur eða áhugasamur, reyna til að færa út
kvíarnar og bæta við sig landi til yrkingar. Hitt vita
allir, að hér er enn sem komið er enginn skortur á
landi til ræktunar, og væri það skammsýni, að neita
hjáleigubóndanum um aukna útmælingu.
Annars gjöri eg að sjálfsögðu ráð fyrir því, að hjá-
leigunni fylgdi töluvert land, — 6—12 dagsláttur —