Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 105
BÚNAÐARRIT
101
afurðirnar eru ólíkar og ekki þá eins útgengilegar til
sölu, og engu kynbragði verður treyst þegar öllu er
blandað saman.
Tvímælalaust er hægt að rækta okkar gamla fé, fá
í það kynbragð, og fá það til að vera í samræmi við
lífsskilyrði og markaðskröfur. Það eru sýningarnar eða
verðlaunaveitingar á þeim, sem smátt og smátt geta
fækkað afbrigðunum. Með því að verðlauna einungis
bezta afbrigðið eða segjum tvö beztu afbrigðin, en bola
öllum öðrum frá sýningum og verðlaununum, mundu
þau von bráðar þverra og hætta að vera til.
Eg skal leyfa mér að benda á og skýra nánar frá
þeim afbrigðum, sem öllum góðum fjármönnum kemur
saman um að bezt séu í kyninu, sem eru að jafnaði
hraustust, safna beztu kjöti og eru fríðust:
Þau eru tvö:
1. Ljósgult fé í andliti og á fótum, snögghært og
gljáhært í andliti, með skær og stor augu, fremur gleið-
hyrnt, með hvíta ull.
2. Gráholólt fé í andliti og á fótum, snögghært
og gljáhært í andliti, með.stórskær augu, fremur gleið-
hyrnt, með hvíta ull.
Bezt eru þessi afbrigði þegar þau eru þannig vaxin:
jöfn hæð á malir og herðakamb, brjóstkassinn, hrygg-
Urinn og malirnar jafnlangt (samræmis sköpulag), háls-
inn uppvaxinn en ekki framvaxinn, hryggurinn beinn
og breiður, rifin útsláttarmikil, herðablöðin nái upp á
móts við herðakamb og bógarnir fast tengdir við síður;
fætur gildir beinir og standi gleitt. Ullin þykk og gróf.
Þessi afbrigði ætt.i að verðlauna á sýningum og
engin önnur, þvi þau samrýmast bezt náttúru — eða
lífskilyrðum hér, markaðskröfum og eru hraust og
frið. Og þótt kindur af öðrum afbrigðum séu vænar
og vel skapaðar, sem vitanlega getur átt sér stað, ætti
alls ekki að verðlauna þær, því það er mjög margt til
af þessu gula fé, og vel vinnandi fyrir alla að eignast