Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 63
B'ÚNAÐARRIT
59
árin 162. Fyrstu árin gætir mest búnaðarfólaganna,
enda skoraði stjórn Landsbúnaðarfélagsins beint á þau
að ganga inn.
í árslokin 1902 voru 86 búnaðarfélög gengin í alls-
herjar-félagið, í árslokin 1906 voru þau 108 og að auki
1 lestrarfólag, sern veitt var inntaka við sömu kjör og
búnaðarfélög hafa, og var það gert meir eftir anda en
bókstaf laganna. Ein 150 búnaðarfélög munu alls hafa
verið stofnuð í landinu; en aldrei hafa fleiri en 130—140
sótt um styrk og sent skýrslu hvort árið um sig, hin
smávirkari iiggja niðri annars lagið og ná eigi lágmark-
inu sem styrkurinn er bundinn við, það og það árið.
Mjög nærri lætur að í hverjum fjórðungnum séu ein 10
búnaðarfélög, sem enn hafa eigi bundist félagsskap við.
Landsbúnaðarfólagið, og er það tiltölulega flest í Austflrð-
ingafjórðungi, þar sem fólögin eru svo fá (ein 22?). En
minna má þá jafnframt á það, að öll eða flestöll bún-
aðarfélögin í Múlasýslum og í Austur Skaftafeilssýslu eru
í Búnaðarsambandi Austurlands, og greiða þau í sam-
bands-sjóð, samkvæmt lögum fjórðungs-fólagsins, 1 kr.
af hverjum félagsmanni, og eru það myndarlegar fram-
lögur til samvinnu-fólagsskaparins.
Samkvæmt lögum Landsbúnaðarfélagsins er félaga-
tal birt 2. hvort ár, og hefir þrisvar kornið í Búnaðar-
ritinu, í árslokin 1902, 1904 og 1906. Tala félaga kem-
ur svo niður hvert árið sem hér segir, og eru fjórðungar
merktir upphafsstöfunum:
S. V. N. A. Erlendis Samtals
1902: 297, 48, 69, 45, 18, 477
1904: 316, 80, 97, 58, 21, 572
1906: 348, 100, 173, 75, 21, 717
Nú er svo komið að tæpur helmingur félaga, eða
48°/0 er í Sunnlendingafjórðungi, en fast að því V4 í
Norðlendingafjórðungi, og er það því betur að verið, er
þess er gætt, hve stórfeldum félagsskap Norðlingar hafa
komið upp hjá sér, þar sem Ræktunarfélag Norðurlands