Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 311
BÚNAÐARRIT.
307
eigi góð. Aftur á móti virðist vera töluverður ágrein-
ingur á meðal manna, hvar eigi að reisa helzta slát-
urhúsið á Austurlandi, eða það sláturhús, sem heizt er
farið að tala um að reisa áður en langt um líður. Sum-
ir vilja reisa það uppi í Héraði við Lagarfljót, er ak-
brautin er fuilgjörð þangað yfir Fagradal; aðrir viija setja
það á Búðareyri við Reyðarfjörð, en sumir á Seyðisfjörð.
Ef sláturhús stendur við Lagarfljót, er hægast fyrir
bændur að flytja innmatinn úr fénu heim til sín. En
þangað yrði þá að flytja bæði tunnur og mikið salt úr
kaupstað. Alt kjöt, gærur eða skinn og ull, tólg og
garnir, sem selt væri erlendis, eða verksmiðjum innan-
lands, svo sem ullin, yrði þá að flytja á vögnum yfir
Fagradal, niður á Búðareyri. Kjötið mundi eigi batna
á þeim flutningi, og ómögulegt yrði að senda nýtt kjöt
frá sláturhúsi við LagarfljÖt til útlanda, þá er kælirúm
eru sett í skip þau, er ganga milli landa; það mundi
skemmast svo mikið á flutningnum ofan úr Héraði. Ef
hins vegar sláturhús er reist á Búðareyri, þá stendur
það mjög vel að vígi til þess að senda nýtt kjöt til
útlanda.
Þá er litið er á það, hvernig sauðféð leggur sig,
er það miklu meira virði, sem selt er til útlanda, en
það, sem notað er í heimilin af því sláturfé, sem hér er
um að ræða. Það virðist því auðsætt, að rétt sé að setja
heldur sláturhús þar, sem það liggur betur við viðskiftum
við útlönd en við heimilin. Ástæðan til þess að bændur
halda stundum öðru fram er sú, að þeim þykir erfiðara
að flytja bióðið og innýflin heim til sín úr sláturfénu,
en að flytja kjötið i kaupstað, og enn fremur vanþekk-
ing þeirra á sölu og markaði erlendis. Þeim
hefir að heita má þótt alt boðieg vara til út-
flutnings. Það er yfirsjón þeirra, sem þeir hafa orðið
að bæta fyrir með mörgum hundrað þúsundum króna.
Eg ætla að það sé alls eigi ráðlegt, að reisa það
sláturhús, sem aðallega á að slátra sauðfénaði Austfirð-