Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 31
BÚNAÐARRIT
27
Til samanburðar um sölu íslenzka smjörsins má
geta þess, að árið 1904 taldist svo til, að meðalverð á
því í Englandi hafl verið 76—77 aura (Búnaðarritið 19:
ár 1905 bls. 4). Það er Ijóst, að verðið á smjöri héð-
an hefur, árið 1905 verið óvenju gott, og sést af því,
að innflutningur smjörs til Englands hefir einnig áhrif
á sölu sjörsins héðan af landi. Að öðru leyti skal ekki
farið frekara út í þetta átriði að þessu sinni.
2. Hagur verhamanna í Englandi hefir töluverð
áhrif á smjörmarkaðinn eða verð smjörsins. — Þegar
óáran er í verksmiðju iðnaðinum, og tugir þúsunda af
verkamönnum ganga atvinnuiausir, þá er eðlilegt, að
það komi í ljós í viðskiftalífinu. Af atvinnuleysinu
leiðir það, að gjaldþolið minkar, og þá eru menii neydd-
ir til að neita sér um margt, er þeir áður veittu sér.
Þessi takmörkun kemur þí oftast fyrst niður á hinum
betri og dýraii tegundum iífsnauðsynjanna og er smjörið
talið í þeim flokki. Árið 1904 var smjörið í óvanalega
lágu verði á enska markaðinum. Eigi gat það verið
fyrir þá sök, að innflutningur smjörs það árið hefði vax-
ið tiltötulega fljótt eða mikið. Aukinn innflutningur smjörs
frá þvi 1903, nam rúmlega þvi, sem talið er, að smjör-
eyðslan í Englandi vaxi á ári, samanborið við fólksfjöig-
un, og s. frv. Þessi aukning er, eins og áður er getið
álitin að vera 160 þúsund enskar vættir á ári.
Á hinn bóginn stóð hagur verkalýðsins mjög illa þetta
ár. Þá var atvinnuleysi í ýmsum verksmiðjuiðnaði meii i
en undanfarin ár, og tala atvinnulausra manna óvana-
lega há. Telja þvi margir hagfræðingar, að hið lága
verð á smjörinu þetta ár stafi að miklu leyti af því, hve
hagur verkalýðsins var bágboiúnn um þær rnundir.
Samanburður á tölu atvinnulausra verkamanna á
Englandi og meðalverði á dönsku smjöri þar, skýrir þetta
bezt. Tala hinna atvinnulausu er hér tilfærð í hundr-
aðs tölu.