Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 315
BÚNAÐARRIT.
311
það getur. Það er hið hæsta verð, sem verið hefur á
saltkjöti frá íslandi. Ef íslendingar fara eins að ráði
sínu framvegis, eins og þeir hafa farið að í haust, get
eg með áreiðanlegri vissu sagt, að það verð-
ur í síðasta sinn í hanst, að samfélagið getur borgað
íslenzkt saltkjöt svo vel. Þeir menn í stjórn samfjelags-
ins, sem ráða því, að það hefur borgað svo vel saltkjöt-
ið, hafa þegar fengið nokkur mótmæli fyrir það ; og þeim
hefur verið núið um nasir, að hægt væri að fá gott salt-
kjöt fyrir 60 kr. tunnuna.
Þeir feðgar Sigurður og Jón Jóhannesson hafa sætt
samskonar erfiðleikum. Sumir, sem hafa verið búnir að
panta kjöt hjá þeim fyrir 61 kr. tunnuna, hafa eigi vilj-
að taka það, af því að þeir segjast geta fengið nóg kjöt
fyrir 55 kr. tunnuna. íslendingar eða íslenzkir
kaupmenn undirb jóða hver annan, og eyði-
leggja þannig kjötsöluna.
Kaupmenn og kaupstjórar koma með kjöt úr ýms-
um áttum af Islandi. Peningar eru nú dýrir, og þeir
þurfa því þegar á peningum að halda, til þess að kaupa
fyrir vörur, og selja kjötið sem fyrst eða fá það vörumiðl-
um til sölu. Þannig veit eg um einn miðil, sem seldi
núna í vikunni 100 tunnur fyrir 54 kr. tunnuna. Þá er
kjötkaupmenn heyra það, vilja þeir eigi kaupa það dýrar.
Það hafa of margir menn hér íslenzkt saltkjöt til
sölu, og verður að ráða bót á því, eins og síðar skal
sagt. Einnig er kjötið mjög m i s j a f n t a ð g æ ð u m,
en það vita kaupendurnir eigi.
Samfélagið hefur varið hið háa verð sitt á íslenzku
saltkjöti með því, að það flytti betra kjöt en aðrir.
Mestalt kjöt samfélagsins hefur líka verið það, en þó
eigi bei.ra en hið bezta kjöt, sem Sig. Jóhannesson hefur
fengið. En mjög mikið af salkjöti því, sem kemur frá
íslandi, má enn heita meira eða minna vont, óhreinlega
verkað og óvandað eða ilt að gæðum.
Pað er rétt, sem sláturhús Sunnlendinga gjörir, að