Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 158
154
BÚNAÐARRIT
Suður- og Yesturlandi, baðað alt sauðafé. Böðunin fór
fram hjá mér snemma í des. og lét eg með ánægju alt
féð standa inni í 15 daga. Þá var töluverður kláði í
10 kindum, sem voru þríbaðaðar og lét eg þær standa
inni í 4 vikur, alt tóbak og baðanir kostaði landsjóður
hjá mér, eins og öðrum, en allan annan kostnað varð
eg að greiða, og hef eg ekki varið fé mínu betur á
annan hátt, því mér er óhætt að fullyrða, að eg fékk
hiklaust x/4 meiri uil á næsta vori en vanalega, fyrir
utan hvað féð fóðraðist miklu betur en áður, enda
var sauðféð töluvert þyngra haustið 1905, en eg hafði
áður átt að venjast, og það sama kom út alstaðar er
eg þekkti til. Að því leyti þekki eg betur til en sumir aðrir,
því eg hef keypt töluvert margt fé, nokkuð mörg haust
undanfarandi, fyrir kaupmenn í Stykkishólmi, í öllum vest-
urhluta Daiasýslu, og tekið alt fé eftir vigt. Raunin varð
allstaðar sú, að féð var töluvert þyngra það ár en eg
hafði áður vanist, og í haust sem leið iíka töluvert létt-
ara en hausið áður. Þess vegna þakka eg eingöngu
vænleika fjárins 1905 fjárböðunum 1904. Líka hef eg
aðra reynslu frá 1897. Þá baðaði eg öll unglömb mín
við fráfærur um vorið, og hef eg aldrei átt jafn fallega
og þunga fráfæringa sem haustið eftir, sem gat ekki
verið af öðru en böðuninni, því hvoki voru ærnar betur
undirbúnar það vor, né sumarið betra en vanalega. Eg
bið alia að aðgæta hvað landsjóður er nú búinn að leggja
mikið til útrýmingu fjárkláðans, og svo hvað mikið er
unnið við ef honum yrði útrýmt, því óhætt er að fuil-
yrða, að kláðinn er við líði af kæru- og athuga-leysi al-
mennings.
Allir þingmálafundir í vor ættu að krefjast þess
af þinginu í sumar, að það gæfi út skipun, helzt
til 5 ára á öllu landinu, að minsta kosti allstaðar þar
sem nokkurntíma hefur komið kláði. Að þeim tíma liðn-
um veit eg með vissu að kláðanum er að fullu útrýmt,
•og allir búnir að þekkja þýðingu baðananna; svo grunar