Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 38
34
BÚNAÐARRIT
Það er kunnugia en svo að frá þurfi að segja, hvern-
ig tókst til með spönsku og skozku hrútana og hver
endir varð á þeim kynbótum. Ress vil eg þó geta, að
eg þykist hafa fyrir satt, eftir því, sem ýmsir áreiðan-
legir menn hafa sagt mér, að lömb undan skozku hrút-
unum hafi verið mun vænni en en önnur lömb.
Um 1880 kom Jón Jónsson, bóndi á Veðramótum í
Skagafirði með hrút, frá Lálandi í Danmörku, af skozku
kyni. Alþingismaður Hermann Jónasson hefir skýrt mór
frá, að féð í fyrsta ættiið, háifblóðsféð, hafi þótt mjög fall-
egt og Jón hafi selt marga hálíblóðshrúta fyrir um 50
krónur, sem var mikið verð á þeirri tíð. Annar ættlið-
urinn, eða fjórðungs-blóðsféð, undan hálfblóðshrútunum
og heimaánum, varð alt fallegt og þótti mikill hagur að
blönduninni. Bæði halfblóðsfóð og fjórðungs-blóðsféð seg-
ir Hermann að hafi reynst bezta beitarfó. En þegar svo
kynblöndunin hólt áfram, kom tilbreytnin. Sumt af fénu
varð allfailegt með Ijósum einkennum útlenda kynsins,
en aftur annað varð mesta rýrðarfé. Hafði kynbótin þá
bráðlega iifað sitt fegursta og þótti ekki lengur að haldi
koma, en aörir töldu beint ógagn að.
í Hreppum í Árnessýsiu voru fyrir nokkrum árum
fengnir hrútar norðan úr Þingeyjarsýslu til kynbóta á fé
þar. Lömbin í fyrsta ættiið voru mjög falleg og Hreppa-
menn gerðu sér beztu vonir um að fá stórum bættan
fjárstofninn. En þetta ólánaðist alt saman, víst með
fram fyrir þá sök, að meðferðin varð ekki jafnframt bætt
svo, að fénu veittist sú nákvæmni í fóðri og hirðingu,
sem nauðsynleg var til þess að varðveita bætta kosti þess.
Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið með kynblönd-
un á sauðfénaði hér á landi, benda þannig til þess, að
þann veg megi bæta sláturféð á stuttum tima: Þær hafa
að vísu mislánast, en ekki nema að því er snertir kyn-
festu kynbiendinganna og ættu því að forða mönnum frá
skaðlegri tilhneiging til þess að hafa kynblendinga til
undaneldis.