Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 272
268
BÚNAÐARRIT.
Um svefnherbergi vinnuhjúanna voru og skoðan-
irnar skiftar, en flestir voru þó þeirrar meiningar, að
þau væru ekki eins góð og þau ættu að vera. Sér-
staklega væri þrifnaðinum ábótavant, og birtan í her-
bergjunum víða af skornum skamti. — Óhætt er að full-
yrða, að vinnufólk hér á landi mundi ekki gjöra sig
ánægt með herbergi þau, er vinnumenn sumstaðar í
Danmörku verða að sætta sig við, enda var það og á'lit
þeirra, er rituðu um málið, að bæta þyrfti úr helztu
annmörkunum, og gera svefnherbergin yfir höfuð betri.
Þá töldu þeir einnig óviðfeldið og enda hættulegt, að
íólk væri látið sofa saman. Læknishjálp álitu þeir
allir sjálfsagt að húsbændurnir útveguðu hjúum sínum
í veikindum þeirra, og gerðu ráð fyrir því, að þess
mundi almennt gætt. Nolckrir héidu því samt fram, að
iaga-ákvæði um þetta atriði væru nauðsynleg gagnvart
sumum húsbændum, er annars mundu vanrækja skyldu
sína í þessu efni.
Það sést nú glögt af því, sem hér hefir verið minst
á, að kaupgjald verkamanna er hærra hér á landi held-
ur en í Danmörku. Dagkaupið er mun hærra, en hinsvegar
er vinnutíminn styttri, þegar miðað er við allt árið.
Yinnumannakaupið er og engu lægra hér, þegar alt er
talið, bæði peningaborgunin, föt og fóður. — Þá inun við-
urgjörningur við vinnuhjú í Danmörku og önnur að-
hlynning þeim til handa, sizt betri þar en hér, og sum-
staðar jafnvel miklu lakari en hér á sér stað. En hér
skal eigi rætt frekar um það, með því það er að nokkru
leyti annars eðlis og óviðkomandi aðalefni þessarar rit-
gjörðar.
Noregur. Þar er kvartað mjög yfir skorti á fólki
í sveitunum, og að erfitt veiti að fá menn, karla og kon-
ur, til þess að vinna nauðsynjaverkin á heimilunum.
En þetta er ekki ný tii komið þar, þótt fólksskorturinn
hinsvegar hafi mjög ágjörst hin síðari árin.
Um 1260 er kvartað yflr því í Noregi, að fólkið