Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 128
124
BÚNAÐARRIT
Bezt af öllum síum er ?7/anííers-mjúlkursían; en hún er
nokkuð dýr. Góðar málmsíur, hentugur til almennings-
nota, kosta kr. 1,50—2,50.
Meðan verið er að mjólka, ríður á að alt sé kyrt
og hávaðalaust. Forðast skal því mikinn umgang og
ærsli er valdi kúnum óróa og ónæðis. Alt ónæði heflr
fóðureyðslu í för með sér, og kýrnar geldast um leið. —
Hafa skal opna glugga á fjósinu meðan mjólkað er svo
loftið sé sem bezt.
Undir eins og búið er að mjólka, skal þvo mjalta-
föturnar, bæði að innan og utan og nota kalk við þvott-
inn. Án þess er óhugsandi til langframa, að halda föt-
unum sæmilega hreinum. — Föt.urnar skulu fyrst skol-
aðar úr köldu vatni, smyrja þær svo með kalki utan og
innan, og láta þær svo standa með því ofurlitla stund.
Síðan skal þvo þær úr voigu vatni nokkrum sinnum,
unz alt kalk og öll óhreinindi eru farin af þeim. Loks
skal skola þær úr sjóðlieilu vatni, og láta þær svo út,
undir bert loft, — Föturnar skal siðan geyma á góðum
stað i hreinu lofti, þar til þær eru notaðar á ný.
Að endingu vil eg minna á þetta:
1. Að mjólka jafnan með hreinum höndum og í hrein-
um íötum.
2. Að sitja jafnan við hægri hlið kýrinnar meðan
mjólkað er.
3. Að kreysta mjólkina niður úr spenunum en toga
ekki.
4. Að mjólka fyrst framspenana, svo afturspenana og
skifta ekki um, en mjólka hvora fyrir sig viðstöðu-
laust.
5. Að mjólka svo hratt sem hægt er, því það örfar
mjólkurmyndanina.
6. Að mjólka með þurum höndum.
7. Að hreyta vel, því síðustu droparnir eru lang feitastir.
8. Að mjólka ætíð í sama mund og kýrnar í sömu röð.
9. Að mjólka kýrnar úti að sumrinu þegar fært er.