Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 116
112
BÚNAÐARRIT
iþar að vera um 6000 pd., og einstaka kýr mjólka þar
14000—16000 pd. Nýlega var fargað kú í Askov, sem
mjólkaði að meðaltali, 5 siðustu árin, 12000 pd. yfir ár-
ið. Eitt árið mjólkaði hún 15600 pd. og af smjöri feng-
ust úr þessari mjólk 540 pd.
í Danrrörku eru rúmar 1 miljón kýr. — Fyrir
nokkrum árum, eða áður en farið var fyrir alvöru að
bæta mjaltalagið eða vanda mjaltirnar, taldist svo til, að
skaðinn af óvönduðum mjöltum næmi als 25 miljónum
króna um árið, eða sem næst 24 kr. á hverja kú.
í Noregi eru um 700,000 kýr. Þar er skaðinn af
slæmum mjöltum talinn að verða 7^2 miljón kr. eða
tæpar 11 kr. á hverja kú. — Þessi skaði, af óvönduðum
mjöltum, iiggur aðallega i því að slcilið er eftir í Jcún-
nm; þær eru ekki hreittar nógu vel.
Hór á landi munu vera nálægt 20,000 kýr. Eftir
því er Dönum telst til, ætti skaðinn hér, af miður góð-
fum mjöltum að vera framt að V2 miljón króna. Eg
geri nú ráð fyrir, að þetta kunni að vera nokkuð hátt
áætlað, en hinu verður eigi mótmælt, að margir gera
sér stóran skaða með því, hvað illa og óvandlega er
mjólkað. Gerum nú ráð fyrir að skilið sé eftir í hverri
kú að meðaltali 2/8 úr pela í mál í 300 daga. Það
verður 100 pottar yfir árið. Pottinn reikna eg á 10
aura, sem er þó heidur lágt þegar tekið er tillit til þess,
að sú mjólk, sem skilin er eftir, er feitari en önnur
mjólk, — og nemur þá skaðinn 10 kr. á liverja kú eða
200,000 kr. als fyrir land alt um árið. Þetta er þá
•hinn beini skaði, sem hlýst af því að mjólka illa, en
■óbeini skaðinn, sem af því leiðir er margskonar, og
verður eigi talinn með tölum.
Þessar tölur sem hór hafa verið nefndar sýna
áþreifanlega, hve þýðingarmikið það er að vanda mjalt-
irnar og mjólka vel. En þetta að mjólka vel hefir ekki
•einasta þýðingu að því er snertir aukna mjólk og meiri
injólkurframleiðslu yfir höfuð, heldur einnig að því leyti,