Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 294
290
BÚNAÐARRIT.
misjafnlega af útgerðinni og afrakstrí hennar, og yflrleitt
telja þeir, að kaupgjald það, sem fiskimönnum er goldið
alment, sé orðið óeðlilega hátt. Þeir liafa því, hvað eftir
annað, gjört tilraunir til að færa kaupið niður, þótt það
hingað til hafi misheppnast meira og minna, með fram
vegna ósamheldni þeirra innbyrðis. — Það er því að
mínu áliti lítið vit í því, að miða kaupgjaldið til sveita
við það, sem útgjörðarmennirnir hafa goldið, þvi iandbún-
aðurinn, eins og hann er rekinn nú, þolir það ekki.
Og enn fráleitari hlyti slík samkepni við þilskipaút-
veginn að vera, e/ að þetta háa kaup, sem útvegsmenn-
irnir borga, hefir skaðað þann atvinnuveg að einhverju
leyti. Vist er um það, að siðastliðið sumar stóðu uppi
eða lágu inni í Sundum 7 skip, er sumarið áður voru
gjörð út, og fullyrt er, að þeim muni fjölga næsta ár.
í öðru lagi er þess að gæta, að kaupgjaldið til
sveita hefir stöðugt verið að hækka lram á þennan dag,
án þess þó fólksstraumurinn úr sveitunum hafi með því
verið heftur. — Jafnvel þó landbúnaðurinn þyldi það, að
kaupið hækkaði enn meir en orðið er, þá er vafasamt
hvort nokkuð væri unnið með því. Undanfarandi ár
hefir skortur á verkamönnum alment verið mjög tilfinn-
anlegur, og þegar svo er, þá er kauphækkunin ein út af
fyrir sig ónóg til þess að bæta úr þeim skorti.
Nú er það hugboð mitt, að verstu erfiðleikarnir
í þessu efni séu um garð gengnir, og að svo geti farið
næstu árin, að sveitarbændurnir þurfi ekki að kvarta
undan verkafólksskorti. En á þessu er þó ekki mikið
að byggja, og því er vert að athuga málið nánar.
Það sem þá að mínu álití getur að miklum mun
bætt úr verkafólksskortinum í sveitunum og á að gjöra
það, er útvegun og notlam hagkvœmra verkfœra og
vinnnvéla. Og samfara því aukin nolkun hestsaftsins.
í öðrum löndum hefir verkfærum og vinnuvélum,
sem fiýta vinnunni og létta hana, fjölgað mjög mikið á