Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 178
Kensla eftirlitsmanna 190Y.
Kenslu fyrir eftirlitsmenn, handa nautgripafélögum,
fór fram hér í Reykjavík í vetur, frá 11. janúar til 17.
marz.
Búnaðarfélag íslands hafði auglýst að kenslan skyldi
byrja 10. janúar og vara til 24. febrúar, en af því að
sumir nemendurnir komu ekki fyr en um mánaðamótin
janúar og febrúar, varð að lengja námsskeiðið eins og
að ofan er sagt.
Eftirfarandi sex piltar stunduðu námið:
Bjarni Eiríksson, Drangshlíð, Rangárvallasýslu.
Guðmundur Einarsson, Rifshalakoti, Rangárvaliasýslu.
Kristinn Guðlaugsson, Barkarholtsparti, Árnessýslu.
Árni Böðvarsson, Vogatungu, Borgarfjarðarsýslu.
Páll Sigurðsson, Brenniborg, Skagafjarðarsýslu.
Halidór Þorkellsson, Klúku, Norður-Múiasýslu.
Tveir hinir seinasttöidu voru búfræðingar, sá fyrri
frá Hólum, hinn frá Eiðum. Hinir höfðu enga skóla-
mentun, en sumir þeirra voru þó allvel að sér eftir því
sem gerist.
Náminu var hagað eins og að undanförnu, og kenslu-
kraftar og kennslutæki hin sömu, nema hvað kenslan
fór fram í hinu nýja húsi Landsbúnaðarfélagsins, og er
þar stórt og gott húsrúm, og það þótt nemendur væru
miklum mun fleiri.
Að undanförnu hefir styrkurinn tii nautgripafélaga,
frá Landsbúnaðarfélaginu, verið kr. 1,00 á kú, og auk
þess 50 aurar á kú til þeirra félaga, er halda eftirlits-
mann. Komið heflr til orða að styrknum veiði breytt
þannig, að helmingurinn, 75 aurar á kú, verði veittur
upp í kostnað við eftirlitsstarfið, og yrði það þá mun