Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 121
BÚNAÐARRIT
117
VI. Fjósið og liirðing kúnna.
ÞaS er mjög áríðandi, að fjósin séu í góðu lagi
og þannig útbúin, að kúnum geti liðið vel i þeim. —
Þegar fjósin eru þröng, loftlítil og gluggalaus, þá er
þess naumast að vænta, að kýrnar þrifist vei, enda erfitt
og litt mögulegt að hirða þær þá svo vel sé. í slíkum
fjósum er sífelt myrkur, stækjuloft og of mikill hiti og
raki. En myrkur og óholt loft eru óvinir flests þess, er
iífsanda dregur, og hefur því skaðleg áhrif á kýrnar, og
vekur óánægju þjá þeim, sem eiga að hirða þær og
mjólka. — Loftið í þessum fjósum, sem fult er af gerl-
um, blandast einnig samanvið mjólkina og skaðskemmir
hana.
Pjósin eiga að vera rúmgóð og björt svo auðvelt
sé að hirða kýrnar og haida öllu í röð og reglu. Fyrir-
komulagið á fjósunum getur verið með ymsu móti, og
má haga því á hverjum stað eftir kúafjölda og öðrum
ástæðum. — Tvístæð fjós þurfa að vera nálægt 10 áln-
um á breidd að innanmáli. Básarnir nálægt 2x/2 alin
á lengd, auk stallsins eða garðans, sem þarf að vera 18
þumi. fyrir hvora kúaröð, hvort heidur þær suúa saman
höfðunum eða básaraðirnar eru meðfram veggjunum.
Breidd básanna þarf að vera l1/^—ls/4 alin. — Flór-
inn þarf að vera 18—22 þuml. á breidd og 8—9 þuml.
á dýpt. Gangurinn milli flóranna þarf að vera 1 x/2—2
álnir. Ef kýrnar snúa saman höfðunum þurfa gang-
stéttirnar meðfram hliðarveggjunum að vera nálægt 1
alin hvor. — Best er að flór og bássteinar séu stein-
steyptir; sama er að segja um gangstéttirnar. Bás-
steinunum þarf að halla niður i flórbotninn. Ef flórinn
er 8 þuml. djúpur, þá þarf hallinn frá bássteinsbrún-
inni og niður að flórbotninum að vera 4—5 þumlungar.
Skáflötur bássteinsins þarf með öðrum orðum að vera
12—13 þuml. (Sjá 4. mynd). — Þegar bássteinunum
hallar þannig niður í flórinn, þá venur það kýrnar á að