Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 157
BÚNAÐARRIT
153
íjárins; en þó sorglegt sé, eru það bændurnir
sem hafa orðið því til fyrirstöðu að kláðanum yrði
að fullu útrýmt. Fjárkláðinn er áreiðanlega sú
versta landplága á íslenzku sauðfé, því þó bráða-
fárið hafl þótt gera stórtjón, sem og líka er, þá er
þó fjárkláðinn hálfu verri. Reynslan er nú búin að
sýna og sanna, að hvorutveggju má utrýnia með tii-
tölulega litlum kostnaði, ef almennur áhugi fæst til að
taka saman höndum og vinna að því með kappi og ein-
lægum vilja. Kláðanum með sauðfjárböðunum, en
bráðafárinu með bólusetningu, og það sést ljóst á hverju
er meiri vilji, því til þess að kláðanum yrði útrýmt,
varð að gefa út valdboð á bændur, en um bólusetningar
hafa engin lög verið gefln út, samt hafa færri fengið
bóluefni en vildu til að útrýma pestinni, sem líka er
eðlilegt. En hitt flnst mér óeðlilegt að fjáreigendur skuli
ekki sækjast eftir að fá kláðanum útrýmt. Það er óhætt
að fullyrða, ef kláðalögin hefðu ekki verið gefin út, væri
fjárkláðinn í mesta blóma, og á þessum árum hefði
mörg sauðkindin oltið til jarðar, sem nú, fyrir baðanirn-
ar, lirfir góðu iífi. En þrátt fyrir kláðalögin hafa of
margir — að eg hef heyrt — þverskallast við að lúýða
þeim, og engum blandast hugur um, að ekki heflr verið
vel hlýtt, úr þvi kláðinn er enn við líði. Eg er einn af
þeim mönnum, sem kláðinn heimsótti á árunum 1896
til 1904, að alment var baðað, og mig langar alls ekki
til að fá þann hryggilega sjúkdóm á sauðfé mitt, hvað
svo sem það kostaði mig. Þessi kláðaár standa mér
enn ijós fyrir hugskotssjónum. Iíostnaðurinn við fjár-
böðunina var ekki 0 af öllum þeim kostnaði er eg
varð að leggja í að stauta við kláðaféð, fyrir utan það
stórtjón, er eg og aðrir urðu fyrir af missi úr kláðanum;
er því mitt álit, að eg og aðrir kosti aldrei svo miklu upp
á fjárbaðanir, að það ekki margborgi sig í ull og fóðr-
un fjárins.
Arið 1904 voru í Dalasýslu, sem annarstaðar á