Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 304
300
BÚNAÐARRIT
Þeir verða að láta lagvirka og myndarlega menn læra
slátraraiðn, og þeir mega eigi staðar nema fyr en
öll slátrun á sauðfé er unnin þrifalega og rétti-
lega. Bændur verða að taka alla sauðfjárverzl-
unina í sínar eigin hendur; þá geta þeir fyrst séð
um að einungis vel verkað kjöt verði ílutt frá íslandi,
og þvegið það óorð af sauðakjötinu, sem á því iiggur,
aflað þvi álits og haft upp úr því mikið fé. Þá verður
sauðfjárræktin miklu arðsamari, en hún heflr verið hing-
að til, og er eigi lítið í það varið, því að sauðpening-
urinn hefir jafnan verið mesti bústofninn í flest-
um sveitum landsins, og svo mun það lengi verða.
Það mun varia bregðast, að sauðfjárræktin mun
taka miklum framförum, er bændur fá meira fyrir sauð-
fé sitt. Það er eigi ólíklegt, að það gangi líkt og með
svínaræktina i Danmörku, þá er sameignarsláturhús
voru reist þar í landi. 1887 var reist þar hið fyrsta
sameignarsláturhús, og sáu bændur skjótt, hve mikið
gagn það gerði. Árið eftir reistu þeir því átta sam-
eignarsláturhús, annað árið tíu, og þriðja árið fjórtán,
eftir því sem ríkisþingmaður Blem skýrði frá í sumar á
norræna landbúnaðarfundinum í Krisfjaníu. Eru 33
sameignarsvínasiáturhús nú í Danmörku og eitt naut-
peningssláturhús, sem samvinnumenn eiga.
Á örfáum árum komu Danir þessari breytingu á
hjá sér, og lærðu að framleiða miklu betra svínakjöt,
en áður hafði tíðkast. Það varð betri verzlunarvara en
nokkru sinni fyr, seldist því betur, og bændur sjálfir
fengu allan ágóðann af því. En þetta hafði þær afleið-
ingar, að þeir tóku að leggja mestu stund á svínarækt,
eins og sjá má af því, að árið 1886 var selt flesk fyrir
22,764 miijónir kr. frá Danmörku, en tiu áruui síðar
(1896) fyrir 41,733. miljónir kr., og aftur tíu árum síð-
ar, eða á seinast liðnu ári (1906), fyrir 82,800 miljónir
kr. Þótt framfarirnar verði eigi eins miklar hjá oss að
tiltölu, mun það sem sagt þó eigi bregðast, að sauðfjár-